Són - 01.01.2012, Qupperneq 138
138 Kristján Jóhann Jónsson
sprottin úr djúpi þjóðarinnar, þess vegna geti hún náð til hennar aftur
og þess vegna getum við vitað hver við erum:
Upp á síðkastið hefur einmitt í hinum siðmenntaða heimi vakn-
að æ sterkari þörf til þess að vera samkvæmur sjálfum sér, og
kröfurnar um það verða stöðugt háværari. Sérstakur galdur hins
þjóðlega verður þjóðunum ljósari og ljósari; þær hlýða spenntar
á söngvarann, sem syngur lög þjóðar sinnar, þær klappa fyrir
dansmeynni sem sýnir einfalda dansa frá heimalandinu og
gömlu þjóðkvæðin eru þýdd. Það sem kemur frá hjartanu, nær
til hjartans, og þess vegna geta raunverulegar heimsbókmenntir
einungis byggst á grundvelli mismunandi þjóðernissérkenna.59
Þetta er heildarmyndin. Þegar litið er til einstakra þjóða eru ritverk
jafnvel kölluð „bautasteinar þjóðarinnar“: „et Folks skriftlige Mindes-
mærker“ eða „literaire Mindesmærker“. Bókmenntirnar þurfa að hafa
sinn sérstaka þjóðlega brag til þess að skera sig úr á vettvangi þjóðanna:
... þær þurfa að vera lifandi tjáning eigin anda, eigin þróunar sem
er þessarar þjóðar og engrar annarrar, sprottin upp af innsta
lífskjarna hennar, innilega nátengd uppruna hennar, landafræði
og sögu. Þá eru bókmenntirnar það sem þær eiga að vera og
fyrst þá geta þær orðið blóm þjóðlífsins, lífræn blómkróna á
öllum verkum og lífsbaráttu heillar þjóðar og mikilvægur þáttur í
heimssögunni með ófrávísanlega kröfu til almennar athygli, ekki
aðeins frá menntamönnum, heldur einnig almenningi.60
59 „Og netop i de sidste Tider vaagner over hele den civiliserede Verden stærkere og
stærkere Trangen til at være sig selv, og Fordringen hertil bliver mere og mere høirø-
stet. Det Nationales eiendommmelige Trylleri gaaer mere og mere op for Folkene; de
lytte spændte til Sangeren, der foresynger sit Folks Viser, de beklappe Dandserinden,
som dandser sit Lands simple Dandse, og de oversætte de gamle Folkeviser. Det, som
kommer fra hjertet, gaaer til hjertet, og derfor er det netop paa de forskjellige Natio-
nal-eiendommeligheders Grund, at en almindelig Verdensliteratur maatte opbygges“
(Grímur Thomsen 1846b (22): 170).
60 „... de maae være et levende Udtryk af en egen Aand, en egen Udvikling, som tilhø-
rer dette og intet andet Folk, som hos det er fremgaaet af dets egen inderste Livskjer-
ne, og inderlig sammenvævet med dets Udspring, dets Geographi, dets Historie. Først
naar Literaturen saaledes er, hvad den bør være, Nationallivets Blomst, den organisk
udsprungne Krone paa et Folks hele Handling og Stræben, er den et vigtigt Led i Ver-
denshistorien og har sine uafviselige Krav paa almindelig Opmærksomhed, ei blot fra
de Lærdes, men lige saa meget fra Folkets Side“ (Grímur Thomsen 1846b (22): 169).