Són - 01.01.2012, Side 139
„Óðarfleyi fram er hrundið“ 139
Með þeim röksemdum sem hér hafa verið raktar hafa tveir helstu
hornsteinar greinarinnar verið lagðir. Áhugi heimsins beinist að
hinu sérstaka, einstaklingsbundna og þjóðlega, og hið þjóðlega
getur einungis verið einstaklingsbundið og sérstakt. Þetta er viðhorf
stórþjóðanna, segir Grímur. Englendingar taka hið sérstaka fram yfir
allt annað og hví skyldu þeir ekki virða það sem frumlegt er hjá öðrum?
Þjóðverjar, segir enn fremur, hafa enn lengur kallað eftir einstaklings-
hyggju og raunsönnum lýsingum (Indviduationen og Concretionen) á, eða
dæmum um, margbreytileika og hreyfingu lífsins. Þannig flytja þeir
guðspjall hins þjóðlega og sérstaka.61 Eftir þessum stórþjóðum líkja
minni þjóðirnar, segir greinarhöfundur, en misskilja hlutverk sitt. Að
vera þjóðlegur er að vera þjóðlegur á sinn sérstaka hátt, ekki að líkja
eftir öðrum og stærri þjóðum.
Þegar það sem hér hefur verið sagt er tekið saman heldur
greinarhöfundur því fram að gegnum íslenskar bókmenntir eigi aðrir
Norðurlandabúar kost á að endurheimta tilfinningar og menningu
sem þeir hafa týnt vegna þrælsótta við hugmyndir og hugsanir
stórþjóðanna. Þó að allt sé að losna sundur í samtímanum, trúin að
breytast og stéttaskiptingin að riðlast getum við sameinast í sögulegum
uppruna okkar, menningu og bókmenntum. Þjóðernið er þrátt fyrir
allt hluti af persónuleika okkar og íslenskt þjóðerni er kjarni þess
danska.
Þar fékk nýlendubúinn Grímur Thomsen gott færi á að jafna
reikningana við Kaupmannahafnarbúana sem alltaf stóðu betur að
vígi í öllum átökum, á heimavelli í miðju valdsins, meðan þeir sem
utan frá sóttu áttu alltaf undir högg að sækja.62 Hins vegar þurfti hann
að afgreiða ýmislegt fleira til þess að sannfæra viðmælendur sína og
lesendur um að íslenskar bókmenntir ættu raunverulegt erindi við
Skandinavíu alla. Þar voru vissulega ekki öll kurl komin til grafar.
Hjáleigan og höfuðbólið
Í fagurfræði sinni, Philosophie der Kunst oder Ästhetik (1826), skiptir Hegel
list í táknræna list, klassíska list og rómantíska. Táknræn list er eins
konar forlist (Vorkunst) sem sprottin er úr margs konar menningu og
sköpuð af anda sem skynjar frelsi sitt en skilur ekki gildi þess. Slík list
nær ekki hæðum fegurðarinnar. Það gerir hin klassíska list og í henni
61 Grímur Thomsen 1846b (22): 170.
62 Kristján Jóhann Jónsson 2005: 13–35.