Són - 01.01.2012, Síða 140
140 Kristján Jóhann Jónsson
á fegurðin heima. Rómantísk list sneiðir hins vegar hjá hinni sígildu
fegurð og leitar fegurðarinnar hið innra. Hún ein getur hafið sig yfir
bæði form og innihald listaverksins og leitað að sjálfri uppsprettu
fegurðarinnar. Uppsprettu hennar er að leita í því frelsi sem býr í
brjóstum mannanna og það er jafnframt frelsi Andans. Rómantísk list
getur sýnt kvöl Krists á krossinum og myndin af því er hreint ekki
falleg á að sjá, en handan hennar sýnir rómantísk list innri fegurð,
göfgi og frelsi þess sem hefur valið að þjást fyrir aðra.63 Samkvæmt
þessari lýsingu virðast rómantískar bókmenntir stóru Evrópuríkjanna
vera toppurinn á tilverunni.
Grímur Thomsen gefur lítið fyrir þessar skoðanir Hegels í grein
sem hann birti sama ár og greinarnar í Nordisk Litteraturtidende en hafði
legið fullbúin á borðinu hjá honum nokkra hríð.64 Þar hefur hann mál
sitt á harðri gagnrýni á Hegel og vísar röksemdum hans frá sér á þeim
forsendum að Hegel sleppi í fagurfræði sinni og trúarumræðu allri
um fjöllun um norræn trúarbrögð og skáldskap. Jafnframt ásakar hann
hinn mikla heimspeking um að eigna öðrum helstu sérkenni norrænna
bókmennta:
En sami heimspekingur hefur fært alla möguleika norræns skáld-
skapar inn í skilgreininguna á rómantískum skáldskap; meðal
helstu lögmála hans telur hann hinn sterka, dula, tillitslausa
einstakling, hinn mótaða vilja (Macbeth og Ríkharður III hjá
Shakespeare); hjá honum telst til frumgerða rómantísks skáld-
skapar hin lokaða, djúpa skapgerð þess manns sem ekki getur
tjáð sig heldur berst einn við sjálfan sig og bíður ósigur án þess
að því sé veitt athygli (Ófelía) eða steypir sér út úr sjálfum sér,
steypir öðrum og sjálfum sér um leið (Hamlet). Þetta samræmist
ekki.65
Og hann segir enn fremur:
63 Hegel 1998.
64 Grímur Thomsen 1846c.
65 „Men den samme Philosoph har optaget alle den nordiske Digtnings Potenser i
Skildringen af den romantiske Poesi; han har blandt dennes Principer opstillet den
energiske afsluttede hensynslöse Personlighed, den formelle Villje, (Shakespeares
Macbeth, Richard d. 3die), han har som en af den romantiske Poesies Grundtyper
accentueret den indesluttede, dybe Charakter, der ikke kan komme til Yttring, men
stille kjæmper sin ensomme Kamp med sig selv og enten ubemærket gaaer under
(Ophelia), eller styrter sig ud af sig selv, styrter Andre og selv styrter med (Hamlet).
Dette er ikke conseqvent“. (Grímur Thomsen 1846c: 97).