Són - 01.01.2012, Page 145
„Óðarfleyi fram er hrundið“ 145
Þá var líf og fjör í fjöllum,
fögnuður í dvergabólum,
þá var kvikt í klettum öllum,
kátt og skemmtilegt í hólum,
þá var nægt af trygðatröllum
og töfrafróðum hringasólum;
en jötnar sátu’ á tindum tignir,
trúðu menn og voru skygnir.
Nú er komin önnur öldin,
ófreskir ei finnast halir,
dáinn út er dvergafjöldinn,
Dofra standa auðir salir,
enginn sjer um sumarkvöldin
svífa huldufólk um dalinn;
menn sjá illa’ og minna trúa,
í maganum flestra sálir búa.71
Hér blasir við það íroníska viðhorf sem gegnsýrir allt kvæðið. Síðasta
línan í fyrri vísunni gæti átt við allar línurnar og merkir þá að vandi
okkar sé einmitt sá að við erum hætt að trúa og vera skyggn. Sálin hef-
ur færst niður í magann! Það þarf varla að efast um að Rímur af Búa
Andríðssyni og Fríði Dofradóttur eru ortar til varnar skáldskapnum
og orðræðu hans. Óðarfleyinu þarf að hrinda fram úr nausti til þess
að hinn andlegi þáttur manneskjunnar geti lifað. Það gerir hann ekki
ef skáldskapurinn lætur orðræðu veruleikans nægja og skip hans fúna
skorðuð í nausti. Lokaorðin í síðustu vísu kvæðisins eru skýr:
Gef jeg öllum góðar nætur,
sem gaman hafa’ af rímna vessum,
óska þeim að svefninn sætur
sje með góðra drauma blessun,
og að aftur fari’ á fætur
fjörugir með anda hressum,
og trúi því, að til sje fleira
en taka þeir á og sjá og heyra.
71 Grímur Thomsen I 1934: 194.