Són - 01.01.2012, Page 152
152 Þórður Helgason
Þjóðsagan hefst á því að vísað er til Landnámabókar eða Hellis-
manna sögu um Bölverk, eða Músa-Bölverk, sem bjó að Hraunsási.
Um hann segir í Landnáma sögu: „Þórarin vá Músa-Bölverkr, er hann
bjó í Hraunsási. Þá lét hann gera þar virki ok veitti Hvítá í gegnum
ásinn, en áðr fell hon um Melrakkadal ofan.“6
Bölverkur fær fyllri lýsingu í Hellismanna sögu og ekki góða. Þar
segir um hann: „Músa-Bölverkr lét nú gera virki mikit um bæ sinn í
Hraunsási. Gengu at þeim starfa félagar hans … Þeir veittu ok Hvítá í
gegnum ásinn en áðr fell hon um Melrakkadal ofan.“7
Í ljóði Gríms er Bölverks að engu getið. Hins vegar er ljóst að Grímur
hefur að minnsta kosti þekkt nafnið. Hann gaf út lítið rit í Kaup-
mannahöfn árið 1845, En Stemme fra Island i Runemosagen, og felur sig að
baki höfundarnafnsins Bölverkr Skarphéðinsson.8
Grímur fer afar frjálslega með þjóðsöguna en hefur ljóð sitt þegar
fólkið er farið til kirkju:
Þau langaði til að leika sér
Í lundinum, þar sem fossinn er,
Sigrað fékk ei boð né bann
Þann breyskleikann.
Hér bregður Grímur út frá sögunni og lætur börnin langa til að leika
sér í stað þess að sagan lætur þau fylgja kirkjufólkinu eftir.
Í næsta erindi lætur Grímur vera kvöld; tungl er á lofti og geislar
þess slá gliti á umhverfið. Þetta er hið dæmigerða umhverfi sagna þar
sem voveiflegir atburðir verða, einkum þar sem draugar leika lausum
hala:
Hátíðarkvöld það heilagt var,
Þau héldu af stað til árinnar,
Geislunum máni skærum skaut
Á skógarbraut.
Athygli vekur að í ljóði Gríms er komið að kvöldi, hátíðarkvöldi, sem
ekki er í samræmi við þjóðsöguna eins og hún birtist hjá Jóni Árna-
6 Íslendinga sögur I (1953:54).
7 Íslendinga sögur II (1953:433).
8 Bölverkr Skarphéðinsson [Grímur Thomsen] (1845).