Són - 01.01.2012, Page 156
156 Þórður Helgason
Þessi bragarháttur var nýr af nálinni á Íslandi þegar Grímur orti
Barnafoss. Hallvard Lie13 bendir á að hann hafi verið notaður í Snee-
dronningen eftir H.C. Andersen. Kristján Jóhann Jónsson14 sýnir fram
á það að Grímur varð einna fyrstur manna í Danmörku til þess að
benda á snilld Andersens og greina verk hans enda kunni hinn misskildi
snillingur honum góðar þakkir fyrir. Því er ekki óvarlegt að ætla að
hátturinn sé einmitt sóttur til hans. Þannig hefst Snee-dronningen:
Højt ligger paa Marken den hvide Snee,
Dog kan man Lyset i Hytten see;
Der venter Pigen ved Lampens Skjær
Paa sin Hjertenskjær.
Hættirnir þeirra Andersens og Gríms eru nauðalíkir utan það að allar
línur Andersens hefjast á forlið, hin síðasta allra erindanna er alltaf
með tveimur forliðum nema í síðasta erindinu með einum. Auk þess
leyfir háttur Andersens fleiri þríliði og rímið er ávallt parrím, aabb.
Tilraun til túlkunar
Það vekur eftirtekt hversu litlu hlutverki þjóðsagan gegnir í Barnafossi
Gríms enda er það ekki þjóðsagan í heild sem verður honum hug-
leikin. Hann velur sér einungis sögu barnanna til umfjöllunar, auk þess
sem hann fer ákaflega frjálslega með hana.
Hjá Grími eru börnin að leik er fossinn kallar á þau. Er þau falla
í fossinn er leiknum lokið – og má líta svo á að svo sé einnig með
bernskuna. Gýgurin hefur annað að bjóða, heim fegurðar, lista, söngs,
tóna og skáldskapar; heim þar sem „hið háleita“ ræður ríkjum.
Það skiptir miklu máli að börnin finnast ekki, heldur hverfa með
öllu. Það má sem best túlka svo að lífi barnsins og barnaleikjanna sé
lokið, en annað tekið við. Að því leytinu má líta svo á að ljóðið leiði í
ljós ákveðna þroskasögu; barnið hverfur en við tekur heimur lista og
menningar hins þroskaða manns.
Gýgurin, sem líkist raunar Lorelei Heines, er náttúruvættur sem
er í fjötrum, ein fjölda vætta sem rómantíska stefnan gerði að guðum
sínum. Þrátt fyrir það er hún auðug og ræður yfir ríki sem er öllum
13 Lie (1967:383).
14 Kristján Jóhann Jónsson (2005a og 2005b).