Són - 01.01.2012, Page 160
160 Þórður Helgason
Daginn eftir er óveðrinu slotar sefur sveinninn vært í brúðarsænginni
hjá Snædrottningunni en stúlkan fer að vitja unnustans en finnur hann
ekki. Hann er horfinn að eilífu.
Klart skinner Solen paa Mark og Eng;
Han sover saa södt i sin Brude-Seng.
Den Pigelil ængstes, til Møllen hun gaaer, –
Men Drivhjulet staaer.
Þessum tveimur ljóðum svipar mjög saman. Börnin Gríms láta heillast
eins og unnustinn Andersens og til þeirra spyrst ekki meir. Öll eru þau
komin handan við landamæri skynjunar mannanna. Unnustinn hverf-
ur frá jarðneskum ástum og starfi (við mylluna) og fer á vit óræðra afla
ofar jörðu og börnin til æðra og háleitara lífs. Í báðum ljóðunum lýsa
höfundarnir ljósi í upphafi (mánaljós hjá Grími en ljósi í glugga hjá
Andersen), en þau ljós hverfa skyndilega um leið og manneskjurnar
týnast jarðlífinu.
Rúnaslagur
Um ljóðið Rúnaslag eftir Grím Thomsen,22 sem ort er árið 1875, segir
undir titli ljóðsins: „(Steypt upp úr gömlu brotasilfri)“. Í síðari útgáfu23
er bætt við: „[Sbr. Grein eptir Grím Thomsen i „Fædrelandet“ 12/8
1845 Nr. 186. Þar tilfærir hann svenska þjóðvísu, sem þetta er snúið
úr].“
Ljóðið Rúnaslagur, sem er undir miklum áhrifum danskvæða, svo
sem stefin gefa til kynna, verður líklega talið listrænna á ýmsa lund en
Barnafoss. Í því er í upphafi lýst náttúruvættinni Huld sem slær hörpu
sína í grösugum hvammi. Hemingur er þar á ferð:
Hemingr reið með hömrum fram,
Haglega strengir gjalla,
Grösugum sat þar Huld í Hvamm,
Hörpuna knúði snjalla.
Rammar slær hún rúnar.
22 Grímur Thomsen (1880:43).
23 Grímur Thomsen (1906:12–13).