Són - 01.01.2012, Page 161
Barnafossar 161
Hörpusláttur Huldar hefur mikil áhrif á alla sem hlýða á, ferfætl-
inga, fugla, fiska og jurtir. Hér lýsir Grímur fiskunum:
Þriðji slagurinn er hún sló,
Strengirnir fagurt gjalla,
Fiskunum í fljóti´ og sjó
Förlaðist sund að kalla.
Rammar slær hún rúnar.
Hemingur fer ekki varhluta af seiðnum, fremur en reiðskjóti hans:
Lifnuðu blóm og laufgaði skóg,
Ljómaði roði´ á bergi,
Hemingr sporum Slungni sló24,
Stilla því mátti´ hann hvergi.
Ramman slær hún rúnar.
Nú opnast fjall og þar sést ofan í dal. Við blasa dýrir steinar og kristall.
Þetta er salur huldarinnar, dísarsalurinn. Hemingur heillast og gengur
í fjallið, dalinn eða gjána:
Hemingr sporum hestinn sló,
Hrökkti´ honum ofan í gjána,
Gýg´rin kalt í gljúfri hló,
Grillti í urðarmána.
Rammar slær hún rúnar.
Vætturin, sem í upphafi hét Huld, fær nöfnin dís („á dísarsal“) og síðar
gýgur eins og vætturin í Barnafossi Gríms. Ljóst er að um líka náttúru-
vætti er að ræða þeirri sem lýst er í Barnafossi. Enginn getur staðið á
móti röddum náttúrunnar sem kalla á okkur til fylgdar.
Barnafoss Bertels
Það urðu mikil tíðindi í bókmenntaheiminum þegar tímaritið Verðandi
kom út árið 1882. Ungir höfundar undir merki nýrrar bókmenntastefnu
breiddu úr sér og hugðust sigra heiminn. Einn þessara ungu manna
24 Í stað „sló“ stendur „hjó“. Því var síðan breytt í „sló“ sem virðist eðlilegra miðað við
rétta ljóðstafasetningu.