Són - 01.01.2012, Page 163
Barnafossar 163
Leysa þeir úr leggjum snæri, leiða hesta sína á beit,
ganga svo í guðshús dýrstu glitum ofinn blómareit;
nú er annar orðinn prestur, allan söfnuð merkir hinn.
Látlaus prestur litlum munni lofar skapara beztan sinn.
Nú heyra drengirnir jarm lamba og leggja af kirkjuleikinn og vilja fara
til lambanna enda þykist annar þeirra þekkja þar „Hött okkar sem jeg
þarna sá“.Varnaðarorð móðurinnar og loforð þeirra aftra þó för en
eldri bróðirinn sér við því og sannfærir bróður sinn um að stundum
brjóti nauðsyn lög.
Varnaðarorð móðurinnar eru nú gleymd og grafin og drengirnir
leggja af stað frá bænum en frá Hvítá heyrast drunur. Hér staldrar
Bertel við og minnir lesendur á tilurð steinbogans: „Músa-Bölverk´r
braut þá ruddi, boraði gegn um ásinn göng; / bogi varð þar yfir ánni;
ólmast hún í klettaþröng.“ Drengirnir heillast af litadýrð fossins í skini
sólarinnar, þá sundlar og falla í fossinn.
Í þriðja kaflanum er svo lýst heimkomu kirkjufólksins. Móðirin
finnur ekki drengina sína en förukona ein segist hafa séð þá farast.
Konan skipar þá mönnum sínum að brjóta bogann.
Háttur Bertels
Við fyrstu sýn virðist hátturinn á Barnafossi Bertels sérstakur, með
átta bragliðum í hverri línu. Það er þó ekkert nýstárlegt við háttinn
annað en uppsetningin. Hann er alþekktur sem átta lína háttur með
bragliðaskiptingunni 43434343, þar sem tvíliðir ráða að mestu, með
ríminu OaOaObOb.
Eitt erindið vekur þó athygli þar sem það er klofið í tvo hluta með
barnagælu sem eldri bróðirinn kveður fyrir hinn yngri til að sannfæra
hann um að óhlýðni þeirra bræðra megi réttlæta:
„Kondu! Við skulum vita bróðir, vita hvað hann er orðinn stór“
„Megum það ekki“, mælir hinn yngri, „mamma bannaði það er fór“.
Já – en manstu ei mamma hefur margoft yfir vísu þá:
„Bíum, bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram á fjallakamba
fús að leita lamba“.
Enginn veit það, aftur komum áður en fólkið kirkju frá.“