Són - 01.01.2012, Page 165
Barnafossar 165
Svo kemur nú „Barnafoss“. Það er sumt í honum gott, t.d. lýs-
ingin á fólkinu … enn það er það lakasta að það á þarna svo illa
við. Þó gerir það ekki svo mikið til … Enn svo fer alt út um þúfur
fyrir neðan strikið á bls. 128 [í miðkaflanum]. Fyrst er rímið
slíkt hnoð, að furðu sætir, og hvötin – mótívið – til að fara út á
steinbogann er það að sjá lömb úti í haga, svo að steinboginn
og slysið af honum verður alveg utan við, sem er einmitt aðal-
kjarni sögunnar. Það var bæði sannast, og eg held eins skáldlegt
að láta þá bræður fara forvitnisferð að steinboganum, af því að
þeim hefir verið bannað það … Svo falla þeir í fossinn með tölu-
verðu orðagjálfri … Eg skil annars varla í skáldinu, að það skyldi
fara að yrkja (eða „ríma“) Barnafoss, þegar Grímur var búinn
að gjöra það svo vel áður … eða er það ekki ólíku aflmeira hjá
Grími: „boganum af sjer áin valt [svo, á að vera vatt]“, heldur
en hnoðið í seinustu vísunni hans Bertels?
Í dómi sínum um Verðandi í Norðurfara eyðir Guðmundur Hjaltason27
ekki miklu púðri á Bertel: „Bertel hefir einnig ort mörg kvæði í bókinni.
Í kvæðinu „Barnafoss“ er lagleg lýsing á íslenzku kirkjuferðafólki.“
Lokaorð
Fram kemur að Bertel reið ekki feitum hesti frá ljóði sínu í Verðandi.
Öllum þremur ritdómurunum þykir þó töluvert spunnið í fyrsta hluta
ljóðsins þar sem undirbúningi kirkjuferðar er lýst þótt Jónunum báðum
finnist sem ekki fari vel á því að undirbúa sorgarsöguna með honum.
Báðum þykir og sem Grími hafi tekist betur.
Í stuttu æviágripi um Bertel, sem Snæbjörn Jónsson28 ritaði löngu
síðar, hefur hann þetta að segja um Barnafossana:
„Barnafoss“ Bertels hefir verið borinn saman við samnefnt kvæði
Gríms Thomsens og talinn því síðri. Sannleikurinn í því máli er
sá, að enda þótt báðir yrki út af sömu þjóðsögunni, þá vaka svo
ólík takmörk fyrir þeim að samanburðurinn er út í bláinn …
Jeg fæ ekki betur sjeð en að báðum skáldunum hafi tekist vel.
En líklega mundu flestir telja kvæði Gríms stórbrotnara, enda er
óumdeilanlegt að hann var stórskáld.
27 Guðmundur Hjaltason (1882).
28 Snæbjörn Jónsson (1957).