Són - 01.01.2012, Síða 169
Ragnheiður Ólafsdóttir
Íslensk rímnahefð
Samanburður á stemmum úr tveimur prentuðum
heimildum
Þessi grein fjallar um íslensk rímnalög1 og byggir á hluta af doktors rit-
gerð minni, Deep Freeze: The Social and Musical Impact of the Iðunn Society
on the Icelandic Rímur.2 Tvær prentaðar bækur, Silfurplötur Iðunnar, gefin
út af Kvæðamannafélaginu Iðunni og Smekkleysu 2004 undir ritstjórn
Gunnsteins Ólafssonar, og rímnakaflinn úr Íslenzkum þjóðlögum, eftir
Bjarna Þorsteinsson, gefin út af Carlsbergsjóðnum 1906–1909, (bls.
803–919), eru lagðar til grundvallar þessari rannsókn. Ritgerðin fjallar
um meira en stemmurnar, því þar er greint frá því hvernig Kvæða-
mannafélagið Iðunn sem var stofnað í Reykjavík árið 1929, hið fyrsta
sinnar tegundar, mótaði rímnahefðina eins og við þekkjum hana í dag.
Fundargerðarbækur kvæðamannafélagsins liggja til grundvallar sögu-
lega hluta ritgerðarinnar, og að auki eru viðtöl við yfir þrjátíu manns,
ýmist félaga í kvæðamannafélögum eða fólk sem tengist rímnahefðinni
á annan hátt. Aðalrannsóknarspurningarnar voru tvær: hvers konar
áhrif hafði Kvæðamannafélagið Iðunn á rímnahefðina? og hvað er
það sem einkennir íslenskar rímnastemmur? Í þessari grein ætla ég að
gefa yfirlit yfir svörin við seinni spurningunni. Eintök af doktorsrit-
gerðinni verða aðgengileg hjá Stofnunum Árna Magnússonar í Kaup-
mannahöfn og Reykjavík, á Landsbókasafni Íslands – Háskólabóka-
safni, Amtsbókasafninu á Akureyri, hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni
og Kvæðamannafélaginu Gefjuni á Akureyri á næsta ári (2013).
1 Lög sem höfð eru við rímur eru ýmist kölluð rímnalög, stemmur eða kvæðalög og
verða öll þessi heiti notuð í greininni.
2 Þýðing á titli ritgerðarinnar: Djúpfryst: Félagsleg og tónlistarleg áhrif Kvæðamannafélagsins
Iðunnar á rímnahefðina. Ragnheiður Ólafsdóttir 2011.