Són - 01.01.2012, Síða 170
170 Ragnheiður Ólafsdóttir
Sagan
Rímur eru hluti af íslenskum bókmenntaarfi og elsta handritið af
rímum er frá því um 1390. Rímur eru saga sögð í vísum sem eru ortar
undir ákveðnum bragarháttum, svokölluðum rímnaháttum. Sögulega
séð hafa kvæðamenn flutt rímur við stemmur sem þeir hafa ýmist
samið sjálfir eða lært af öðrum. Rannsóknin mín fjallar ekki um rím-
urnar sem bókmenntir, heldur um hefðbundinn flutning (kveðandi)
og kveðskap, um það hvernig kvæðamenn í Kvæðamannafélaginu
Iðunni höfðu áhrif á kvæðahefðina og um stemmurnar sjálfar. Lítið
hefur fundist af stemmum í prentuðum heimildum, á meðan fjöldi
rímna hefur verið festur á pappír eða skinn gegnum aldirnar, ýmist í
handritum eða prentuðum bókum. Rímnakaflinn í þjóðlagasafni séra
Bjarna Þorsteinssonar og Silfurplötur Iðunnar eru því þær tvær stærstu
og aðgengilegustu prentuðu heimildir um rímnalög sem til eru. Stofn-
félagar Iðunnar voru flestir aldir upp við rímnakveðskap í ein hverj-
um mæli, en þó ekki allir, og þeirra á meðal var fyrsti formaðurinn,
Kjartan Ólafsson. Félagarnir höfðu áhyggjur af því að stemmurnar
myndu týnast ef ekkert yrði að gert. Eftir miklar umræður komust
Iðunnarfélagar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að festa kvæðalög
á pappír svo vel færi og þess vegna var ákveðið að gera hljóðupptökur
af öllum þeim stemmum sem félagar í Iðunni kunnu, á árunum 1935–
1936.3 Rímnalaganefnd félagsins hafði yfirumsjón með upptökunum, en
fátt segir af tæknilegu hliðinni í fundargerðum. Nefndin ákvað hverjir
skyldu flytja og hvaða stemmur og vísur skyldu notaðar. Upptökurnar
voru löngu síðar hreinsaðar, stemmurnar skrifaðar upp og ýmsum fróð-
leik safnað um vísur og kvæðamenn og þetta gefið út í eigulegri bók
ásamt hljóðritunum, á 75 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Iðunnar
2004, nærri hundrað árum eftir að bók Bjarna kom út.4
Samanburður á Íslenzkum þjóðlögum og Silfurplötum Iðunnar.
Kaflinn um rímur í bókinni Íslenzk þjóðlög hefur að geyma 250 stemm-
ur, undir sautján rímnaháttum, en Silfurplötur Iðunnar inniheldur 200
3 Áhyggjur af þessu tagi eru vel þekkt fyrirbæri alþjóðlega, þegar kemur að „björgun“
þjóðlegrar menningar. Sjá t.d. Eldar Havåg, 1997.
4 Sjá umræður í fundargerðarbókum Iðunnar, frá 1929 til 1935. Gjörðabækur Iðunnar
IIII, aðgengilegar í Handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.