Són - 01.01.2012, Page 171
Íslensk rímnahefð 171
stemmur undir þrettán háttum. Efni þessara bóka var safnað af ólík-
um orsökum. Bjarni Þorsteinsson vildi safna öllum íslenskum lögum
í eina bók, hvort sem það voru sálmalög, messusöngur, þjóðlög eða
stemmur. Markmið hans var hið sama og annarra þjóð fræðasafnara
á Norðurlöndunum á þessum tíma, sem voru innblásnir anda
þjóðernisrómantíkur og voru þátttakendur í að byggja upp þjóðarímynd
og þjóðernisvitund landa sinna.5 Kvæðamannafélagið Iðunn vildi hins
vegar ‘bjarga’ þeim stemmum ‘frá glötun’ sem meðlimir félagsins
áttu í fórum sínum, og nýttu til þess upptökutækni þess tíma (1935–6)
og kváðu inn á svokallaðar silfurplötur. Upprunalega ætlaði Kvæða-
mannafélagið einungis að nota upptökurnar innan félagsins, en vildi
einnig varðveita þær fyrir framtíðina og gaf því aukaeintak af upptök-
unum til Þjóðminjasafns Íslands. Markmið Iðunnar var að varðveita
arfinn, að gæta þess að stemmurnar breyttust ekki í meðförum, og í
mörg ár eftir að upptökurnar voru gerðar voru þær spilaðar á fundum,
einu sinni á ári, til að tryggja það að kvæðamennirnir færu rétt með
þær. Bjarni vildi hins vegar gefa tónskáldum færi á að ganga í forðabúr,
safn íslenskra þjóðlaga, til að nýta þaðan hugmyndir til nýrra verka.6
Iðunnarfélagar voru alveg mótfallnir hvers konar tilraunastarfsemi
með rímnalög. Stemmur átti að láta í friði, og kveða rétt.7
Framsetning rímnalaganna er mjög svipuð í báðum bókunum að
því leyti að ‘beinagrind’ þeirra er skráð, en smáatriðum eins og skreyti-
nótum er sleppt til að halda nótnamyndinni skýrri og einfaldri.8 Bókin
Silfurplötur Iðunnar inniheldur fjóra hljómdiska með upp runalegu upp-
tökunum og gefur lesandanum þar með færi á að bera saman hljóð -
ritin og prentuðu nóturnar. Engin hljóðrit fylgja Íslenzkum þjóðlögum,
enda bókin gefin út um það bil sem fyrstu hljóðritunartækin voru
að berast til Íslands, en til hennar var safnað frá því um 1880. Allar
þessar 450 stemmur geta verið frá svipuðum tíma, en þó má ætla að
heimildarmenn Bjarna nái nokkuð lengra aftur í tímann, þannig að
segja má með nokkrum sanni að við höfum hér dæmi um stemmur frá
miðri nítjándu öld fram til 1935. Þó að félagar Iðunnar væru ákafir
vísnagerðarmenn vildu þeir helst ekki viður kenna að þeir semdu líka
stemmur. Það passaði ekki inn í hugmyndafræði þeirra um að félagið
væri að bjarga þjóðararfi. Stemmurnar áttu að vera gamlar, og enginn
5 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög. 1906–09, bls. xi. Sjá einnig t.d. Eldar Havåg 1997
og Sigríði Matthíasdóttur 2004.
6 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög. 1906–1909, bls. 2
7 Sjá Gjörðabækur Iðunnar 1929–1936.
8 Silfurplötur Iðunnar. 2004, bls. 34–39.