Són - 01.01.2012, Page 172
172 Ragnheiður Ólafsdóttir
átti að vita hver hefði samið þær. Þó er í flestum tilfellum tekið fram
í Silfurplötum Iðunnar hvaðan stemman kemur. Þessi háttur er einnig
hafður á í Noregi, þar sem bæði vísur og stemmur eru sagðar vera
komnar frá ákveðnu fólki, án þess að það sé endilega höfundar. Skýr-
ingar á þessu misvægi á milli vísnagerðar og stemmugerðar má ef til
vill finna í því að rímreglur og bragfræði voru hluti af almennri þekk-
ingu á Íslandi, á meðan tónfræðikunnátta Iðunnarfélaga var gloppótt.
Silfurplötur Iðunnar innheldur mjög margar stemmur af Norðvestur-
landi (Strandir eru taldar með hér, sjá kort).9 Aðalástæða þess virðist
9 Vesturland (V): Kjósarsýsla, Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfells- og Hnappadals-
sýsla, Dalasýsla. Vestfirðir (VF): Barðastrandasýslur, Ísafjarðarsýslur, Hornstrandir.
Norðvesturland (NV): Strandasýsla, Húnavatnssýslur, Skagafjarðarsýsla. Norð-
austurland (NA): Eyjafjarðarsýsla, Þingeyjarsýslur. Austurland (A): Múlasýslur. Suð-
austurland (SA): Skaftafellssýslur. Suðurland (S): Rangárvallasýsla, Árnessýsla, Gull-
bringusýsla (ásamt Reykjavík). Upprunalegt kort: ©Landmælingar Íslands www.lmi.
is. Breytingar eru mínar. Þessi skipting í landshluta er eðlileg miðað við búsetu á þeim
tíma sem fjallað er um í ritgerðinni, auk þess sem skiptingin hefur verið notuð af
Veðurstofu Íslands, og í ýmsu öðru samhengi gegnum árin. Ef litið er til samgangna
á fyrstu áratugum 20. aldar og þeirra síðustu á 19. öld er rökrétt að styðjast við þessa
skiptingu í landshluta.
Tafla 1: Ísland – skipt í landshluta. (©Landmælingar Íslands. Breytingar eru höf.).