Són - 01.01.2012, Page 173
Íslensk rímnahefð 173
vera sú að helstu áhrifavaldar innan félagsins á stofnárunum komu
þaðan, og að markmiðið var að ‘bjarga’ þeim stemmum sem með-
limirnir fluttu með sér á mölina.10 Íslensk þjóðlög inniheldur stemmur úr
öllum landshlutum, í samræmi við stefnu Bjarna að safna allri íslenskri
tónlist.
Bjarni Þorsteinsson var fæddur og uppalinn á Vesturlandi, en bjó á
Siglufirði sem er á mótum Norðurlands vestra og Norðurlands eystra,
megnið af starfsævi sinni, þar með talin flest þau ár er hann safnaði
efni í bókina Íslensk þjóðlög. Kona Bjarna og tengdafjölskylda voru úr
Vatnsdal í Húnavatnssýslu og lærði hann margar stemmur af þeim.
Mikill fjöldi rímnalaga í bók Bjarna kemur því úr þessum tveimur
landshlutum, Norðurlandi vestra og Vesturlandi. Sá landshluti sem á
flestar stemmur í bók hans er hins vegar Norðurland eystra, sem kem-
ur einkum til af því að þar átti Bjarni ötulan liðsmann við söfnun og
skráningu rímnalaga, Benedikt frá Auðnum. Ríflega tvær af hverjum
þremur stemmum koma af Norðurlandi eystra og vestra samanlagt
(66,8%), 13% af Vesturlandi. Afgangurinn af stemmunum er ýmist úr
hinum landshlutunum (16,8% samanlagt), eða ‘heimilislausar’ (3,4%).
Íslensk þjóðlög innihalda því stemmur frá öllum landshlutum á meðan
Silfurplötur Iðunnar hallast að Norðvesturlandi og Vesturlandi.
Stemmurnar í Silfurplötum Iðunnar eru úr fimm landshlutum (af
sjö), þar af eru 58% af Norðurlandi vestra, þaðan sem margir stofn-
10 Um þetta er fjallað nánar í ritgerðinni.