Són - 01.01.2012, Page 175
Íslensk rímnahefð 175
Bjarni virðist líka hafa hnikað til stemmunum sjálfum, eins og sjá má
í tóndæmunum hér að framan, þar sem tvær uppskriftir Bjarna eftir
Benedikt frá Auðnum eru bornar saman við kvæðalag á bls. 831–832
í Íslenzkum þjóðlögum.11
Stemmurnar í tölum
Nánast engin hin sömu rímnalög eru í bókunum tveimur heldur eru
stemmurnar afar fjölbreyttar. Þær falla í marga flokka, og eru ólíkar
hver annarri á ýmsa vegu, og sumar hverjar falla ekki undir neina
þekkta skala eða tóntegundir. Til að skoða þetta ákvað ég að byrja
á því að athuga hvaða tónstigar (skalar) koma fyrir í stemmunum,
hversu langir þeir eru, þ.e. hversu margar nótur eru í tónstigum hverr-
ar stemmu, með því að skrifa upp skalana úr öllum 450 stemmunum,
telja nóturnar og setja í töflu. Eins og sjá má á tóndæminu hér eru
fimm nótur í tónstiga stemmunnar við „Móðurjörð hvar maður fæð-
ist“.12 Þetta kalla ég ‘nótnafjölda í stemmuskölum’ í töflu 3 og hér eftir.
Niðurstaðan úr þessari tilraun kom mér á óvart. Þegar nótnafjöldi í
skala (tónstiga) hverrar stemmu var skoðaður kom í ljós greinilegur
munur á bókunum tveimur. Í töflu 3 er nótnafjöldi stemmanna sýndur
í prósentum og þar kemur í ljós að lengd nótnaskalans er frá tveimur
og upp í þrettán nótur. (Engin stemma hefur tólf nótur.) Meira en
helmingur stemmanna í hvorri bók hafa fimm eða sex nótur í skala.
Meira en fjórða hver stemma í Silfurplötum Iðunnar hefur tvær, þrjár eða
fjórar nótur, á meðan aðeins 14,4% af stemmunum í Íslenzkum þjóð
lögum hafa svona fáar nótur. Nærri ein af hverjum þremur stemmum í
11 SÁM 120.1 hefur að geyma uppskriftir Bjarna Þorsteinssonar eftir Benedikt Jónssyni
frá Auðnum. Lagið er prentað í bókinni Íslenzk þjóðlög bls. 831-832.
12 Silfurplötur Iðunnar bls. 78.