Són - 01.01.2012, Page 177
Íslensk rímnahefð 177
bókunum, því 75% af öllum vísunum sem Iðunnarfélagar hljóðrituðu
1935–6 eru undir ferskeyttum hætti. Aðrar vísur undir fjórkvæðum
háttum eru 19,5%, og vísur undir þríkvæðum og tvíkvæðum háttum
mjög fáar, eða 5,5%. Bjarni Þorsteinsson valdi vísur undir ferskeyttum
hætti í 58,4% tilvika, aðrar fjórkvæðar vísur töldu 30,8%, og vísur
undir þríkvæðum og tvíkvæðum háttum samanlagt tæplega 11%. Af
þessu má sjá að val á bragarháttum hefur líklega haft áhrif á einsleitni
þá sem einkennir stemmur Iðunnar. Þetta þarf hins vegar frekari rann-
sóknar við svo hægt verði að segja nákvæmlega til um tengsl stemma
og bragarhátta.
Munurinn á bókunum tveimur, þegar kemur að fjölda nótna í
skala (sbr. töflu 3), sem og þegar samfelldar og ósamfelldar laglínur
eru skoð aðar (sbr. töflu 8), gefur til kynna að minni fjölbreytni sé í
laglínum Silfurplatna Iðunnar en í Íslenskum þjóðlögum, og að það séu fleiri
sönglög eða stemmur sem líkjast sönglögum í rímnakafla síðarnefndu
bókarinnar. Stærri hluti stemmanna í Silfurplötum Iðunnar fellur í flokk
þann sem ég nefni ‘spuna-stemmur’. Þar er átt við stemmur sem ekki
er hægt að greina í ákveðna tóntegund þar sem þær innihalda skala
með of fáum nótum.13 Fáar nótur gefa þannig til kynna laglínu sem
13 Fjórar nótur þarf til að ákvarða Lýdíska tóntegund, fimm fyrir Frýgíska og Lókríska,
sex fyrir Dóríska og Aeólíska og sjö fyrir Mixolýdíska og Íóníska. Þó að stór og lítil
þríund sé ákvarðandi varðandi dúr og moll er málið ekki svo einfalt þegar um er að
ræða svona stuttar laglínur.