Són - 01.01.2012, Page 178
178 Ragnheiður Ólafsdóttir
má kalla ‘spuna-stemmur’ vegna þess að þær spanna minna svið og
hafa oft skrautnótur sem ekki eru skráðar, og þær líkjast því sem Svend
Nielsen kallar ‘transient performance’.14 Laglínur sem innihalda lengri
skala, fleiri nótur, líkjast oft sönglögum sem gefa færi á hefðbundinni
vestrænni hljómsetningu.
Laglínur með 2–5 nótur í skala eru 56% af öllum stemmunum í bók
Iðunnar, en aðeins 38,4% af öllum stemmum í þjóðlagasafni Bjarna
(sjá töflu 3). Engin stemma hjá Bjarna hefur eingöngu tvær nótur, en
Iðunn er með tvær, eða 0,5%. Ef stemmur með 6–9 nótum eru settar
saman í flokk kemur í ljós að þar fara ríflega 40% af stemmum Ið-
unnar, en nærri 60% af stemmum Bjarna. Iðunn hefur einungis tvær
laglínur með tíu nótum (0,5%), meðan Bjarni hefur stemmur með tíu,
ellefu og þrettán nótum (2,4%). Stemmur Iðunnar sýna tilhneig ingu til
færri nótna, sem bendir til meiri fábreytni og einsleitni. Sama tilhneig-
ing kemur í ljós þegar aðrar hliðar laglínanna eru skoðaðar, til dæmis
uppbygging laglínu: hvort tónarnir birtast í skrefagangi eða stökkum.
Þegar allar laglínur eru taldar og settar í þessa tvo flokka er ekki mik-
ill munur á bókunum tveimur (sjá töflu 6). Til að skoða þetta nánar
ákvað ég að líta á hve mörg bil stemmurnar hafa. Til dæmis hafa
20% Iðunnarstemma einungis eitt bil, sem oftast er aftast í laglínunni,
(þ.e. nálægt lokum fjórðu línu). Í töflu 7 sést skiptingin þar sem taldar
eru stemmur með samfelldum laglínum, einu, tveimur og þremur
tónbilum, og síðan stemmur með fleiri en fjögur tónbil.
14 Svend Nielsen, Stability in Musical Improvisation. 1982, bls. 38.