Són - 01.01.2012, Page 180
180 Ragnheiður Ólafsdóttir
Hér að neðan má sjá dæmi um samfellda og ósamfelldar laglínur.15
Samfelld laglína: Ósamfelld laglína, 1 bil:
Ósamfelld laglína, 2 bil: Ósamfelld laglína, 3 bil:
Ósamfelld laglína.
Næsta atriði sem nýtt var til að flokka stemmurnar var samstæðan
‘fyrsta nóta – síðasta nóta’ í hverri stemmu, eða upphafs- og lokanóta.
Þar falla Iðunnarstemmur í sex flokka en Bjarna stemmur í tíu.16
Algengt er að sönglög og stemmur byrji og endi á sama tóni, grunn-
tóni (T), og má sjá af þessari töflu að nærri helmingur af stemmum
Bjarna fellur í þann flokk, á meðan ríflega einn þriðji eða 37% af
stemmum Iðunnar byrja og enda á sömu nótu. Annar áhugaverður
15 Silfurplötur Iðunnar, 2004. Stemmur númer: 80, 140, 185, 193, 31.
16 T=Tonika eða grunntónn, D=Dominant eða fortónn, S=Subdominant eða undir-
fortónn, ii=annar tónn, iii=þriðji tónn, vii=sjöundi tónn í skalanum sem liggur til
grundvallar hverri stemmu. Ég ákvarða sem sagt lokatón sem grunntón stemmunnar.
Í sumum tilfellum virðast stemmurnar hafa tvær miðjur, eða tvo grunntóna, en ég
sýni þá skiptingu ekki hér.