Són - 01.01.2012, Page 182
182 Ragnheiður Ólafsdóttir
vísum Iðunnar eru ferskeyttar og að hin 25% vísnanna falla í 12 bragar-
hætti, sýnir enn tilhneigingu Iðunnar til einsleitni, eða samræmis.
Eina aðferð enn við að greina laglínur nefni ég hér, í leitinni að ein-
kennum íslenskra rímnastemma, en hún felst í því að skoða það sem
kalla má lagræna byggingu, eða melódískan strúktúr. Hugmyndin var
að athuga hvort þessar laglínur byggi á því sem á ensku heitir trichord,
tetrachord, pentachord og hexachord. Þessi nöfn eru úr latínu og merkja hér
einfaldlega að laglínan byggi á þremur, fjórum, fimm eða sex nótum.19
Þetta er tilraun til að einfalda laglínuna og skoða byggingu hennar,
sjá hvaða nótur eru mikilvægar. Hér er áherslan á að finna mikil-
vægi hverrar nótu, að ákvarða hvort nótan gegnir hlutverki í bygg-
ingu stemmunnar, eða hvort hún er skrautnóta eða tenginóta sem ekki
ræður stefnu eða innihaldi stemmunnar. Þær nótur sem byggja lag-
línuna þurfa að vera á áhersluatkvæði í textanum.
Rímnahættir eru byggðir á réttum tvíliðum þar sem áhersla í íslensku
er alltaf á fyrsta atkvæði í orði. Þetta hefur áhrif á stemmurnar, að
minnsta kosti þegar kemur að því að ákvarða hvaða nótur eru mikil-
19 Tetrachord þýðir hluti af skala, þau þrjú tónbil sem mynda hreina ferund. Hér notað í
merkingunni fjórar byggingarnótur, eins og að ofan. Sjá The New Grove Dictionary, 25.
b., bls. 318.