Són - 01.01.2012, Page 185
Íslensk rímnahefð 185
styttri tónstiga, færri bil eða stökk og meiri skrefagang. Áttatíu og
fjögur prósent af stemmum Iðunnar koma úr tveimur landshlutum,
Norðurlandi vestra (og Ströndum) og Vesturlandi. Ekki er þó hægt að
slá því föstu að það séu landshlutaeinkenni á stemmunum sem geri
það að verkum að mælingar sýna meiri einsleitni. Til þess þarf mun
víðtækari rannsóknir á rímnalögum úr öllum landshlutum. Fólksfæðin
á Íslandi kemur hér við sögu, sem og flutningur og ferðalög fólks milli
landshluta, t.d. í atvinnuleit á síðustu áratugum 19. aldar, en einnig
verður að taka tillit til þess að í fámennum samfélögum hefur hver og
einn einstaklingur meira vægi.21
Þær aðferðir sem ég hef notað hér að ofan (quantitative musical
analyses) sýna að hægt er að skoða mikinn fjölda stuttra laglína á marga
vegu. Þær sýna að greinilegur munur er á milli bókanna tveggja, Ís
lenzkra þjóðlaga og Silfurplatna Iðunnar, en að stemmurnar í þeim eiga
líka margt sameiginlegt. Í höfuðatriðum sést að meiri fjölbreytni er
í stemmubyggingu (strúktúr), bragarháttum, upphafs- og lokanótum,
landfræðilegum uppruna o.fl. í bók Bjarna, á meðan stemmurnar í
bók Iðunnar eru einsleitari. Þetta styrkir kenningu mína um þau sterku
áhrif sem Kvæðamannafélagið Iðunn hefur haft á íslenska rímnahefð.
Bók Iðunnar hefur færri tegundir af laglínum úr færri landshlutum
en bók Bjarna. Þrjár af hverjum fjórum vísum í bók Iðunnar eru úr
Húnavatnssýslu. Stemmur Iðunnar og upptökurnar á þeim eru grund-
völlurinn að þeirri kvæðahefð (flutningi rímnalaga) sem tíðkast hefur
á Íslandi eftir 1936.
21 Sjá Mary Douglas, How Institutions Think. 1987
Fimm kvæðamenn frá
Norðurlandi vestra (og Ströndum)
Sex kvæðamenn frá Vesturlandi
Tveir kvæðamenn frá Suðurlandi