Són - 01.01.2012, Side 186
186 Ragnheiður Ólafsdóttir
Nær engar stemmur í bókunum tveimur eru hinar sömu. Bjarni endur-
tekur stemmu einu sinni, en margar endurtekningar má finna í bók
Iðunnar. Um það fjalla ég meira í ritgerðinni. Þrátt fyrir að stemmurnar
í bók Iðunnar séu að mestu frá tveimur landshlutum á meðan stemm-
ur Bjarna dreifast á alla landshluta (ójafnt) þá er skyldleikinn mikill og
greinilegur. Til dæmis hafa um 55% af stemmunum í hvorri bók fimm
eða sex nótur í skala. 75% af stemmum Iðunnar og 89,2% af stemmum
Bjarna byrja annað hvort á grunntóni (T), þríund (iii) eða fimmund (D)
(sjá töflu 9). 66% af laglínunum í hvorri bók eru byggðar á tetrachord (4
nótum) eða pentachord (5 nótum) (sjá töflu 11). Af því má álykta að til sé
ákveðin hugmynd um hvað stemma sé, og sú hugmynd sé fastmótaðri
í bók Iðunnar. Það má um leið benda á að margir rímnahættir hafa
fjögur áhersluatkvæði í hverri eða annarri hverri línu. Þarna getur verið
samhengi sem þyrfti að skoða með frek ari rannsóknum til að skýra
nánar samhengið á milli rímnahátta og stemma. Kvæðamannafélagið
Iðunn hefur haft gríðarleg áhrif á kveðskaparhefðina á Íslandi síðan
það var stofnað 1929, og þau áhrif eru kannski allra greinilegust núna,
þegar áhugi á þjóðlegum fræðum og þar með töldum rímnakveðskap
er að aukast og kvæðamannafélögum að fjölga. Þrátt fyrir að hér séu
sýndir sameiginlegir eiginleikar stemma úr báðum bókum, þá falla
laglínurnar í mjög marga flokka, þannig að það er ekki einfalt að
segja til um hvað einkennir stemmu. Hér eru einungis skoðaðar 450
stemmur, en á Stofnun Árna Magnússonar eru til ótal fleiri frá öllum
landshlutum, sem eftir er að skoða, hlusta á, læra, skrifa upp, flytja og
gefa út. Þarna liggur fjársjóður falinn.
HEIMILDASKRÁ.
Bjarni Þorsteinsson. Íslenzk þjóðlög. Kaupmannahöfn, Carlsbergfondet,
1906–09.
Douglas, Mary. How Institutions Think. London, Routledge & Kegan
Paul, 1987.
Gjörðabók Iðunnar22 I, 01.09.1929–29.10.1932
Gjörðabók Iðunnar II, 12.11.1932–08.01.1938
22 [Gjörðabækur Iðunnar eru handskrifaðar og hafa ekki verið prentaðar eða gefnar út.
Þær eru aðgengilegar í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.]