Són - 01.01.2012, Page 192
192 Ragnar Ingi Aðalsteinsson
allt til loka 20. aldar og fram á þá 21., eða þar til rannsókninni lauk á
því að skoðuð voru ljóð Þorsteins frá Hamri og Þórarins Eldjárns. Þeir
voru settir þar inn sem fulltrúar 21. aldarinnar (þeir ortu þó flest af því
sem skoðað var af þeirra kveðskap á 20. öld).
Eins og fyrr var vikið að er ekki svo undarlegt að eitthvað fari í tím-
ans rás úrskeiðis með bragreglurnar og þessi aukna tíðni ofstuðlunar
og aukaljóðstafa gæti fljótt á litið verið einhvers konar undanfari þess
að regluverk brageyrans sé að gefa eftir. En hverju sætir það þegar
þróuninni er skyndilega snúið við og bragvenju, sem tíðkast hefur hjá
skáldum og hagyrðingum um a.m.k. tveggja til þriggja alda skeið, er
skyndilega breytt og reglurnar hertar til muna um leið og þær eru færðar
til fyrra horfs? Slíkt er óvenjulegt þegar bragfræðileg þróun er annars
vegar. Að baki þessari breytingu hlýtur að liggja sterk hefð og virðing
fyrir bragnum og regluverkinu. Bent hefur verið á að þetta geti tengst riti
Magnúsar Ólafssonar (1573–1636) sem lengst af var prestur í Laufási.
Rit hans, sem gengur undir nafninu Laufás Edda, gekk í uppskriftum
manna á milli á 17. öld. Eddu sína skrifaði Magnús upp eftir Snorra-
Eddu en breytti þar mjög efnisskipan, safnaði saman ýmsum hand-
ritum og steypti saman í eitt.10 Í þessari bók, sem mun hafa verið fyrsta
handbók íslenskra skálda á síðari öldum um það hvernig átti að yrkja,
kemur meðal annars fram það sem Snorri Sturluson sagði um fjölda
ljóðstafanna. Þetta gæti verið kveikjan að því sem gerðist en hinu má
ekki gleyma að til að skáldasamfélag heillar þjóðar breyti bragvenjum
sínum á þennan hátt verður að vera fyrir einhver sú almenna afstaða til
kveðskaparhefðarinnar sem gerir slíka breytingu mögulega.
Hvenær eru frávikin skaðleg bragnum?
Á hitt ber og að líta að þó að dregið hafi verulega úr þeim frávikum
sem hér eru til umræðu um 1700 eða þar um bil er ofstuðlun alls
ekki úr sögunni, né heldur aukaljóðstafir. Það er líka augljóst að þau
frávik sem hér eru til umræðu geta sem best haft áhrif til hins verra og
skaðað kveðskapinn nokkuð. Ljótt er að sjá klaufalega ofstuðlun eða
áberandi aukaljóðstafi sem yfirtaka stuðlunina í braglínunni:11
(1) Vélaskrölt og hark og hljóð
hátt um hæðir klingja.
10 Sverrir Tómasson 1996.
11 RIA 1994:20.