Són - 01.01.2012, Page 196
196 Ragnar Ingi Aðalsteinsson
sín eftir 2000. Þó að vissulega megi benda á að þessi skáld hafi ort
margt af þessum kveðskap á öldinni sem leið verða þau samt sem áður
hér kynnt sem skáld 21. aldar. Valin voru kvæði eða vísur af handahófi
og stuðlasetningin skoðuð. Þeir þættir sem voru teknir til skoðunar
voru annars vegar aukaljóðstafir og hins vegar fjöldi ljóðstafa í brag-
línuparinu til að ákvarða hvort um væri að ræða ofstuðlun. Greint
var á milli þess hvort ofstuðlun birtist í frumlínu eða síðlínu. Þá var
greint á milli þess hvort aukaljóðstafir birtust í kveðum sem stóðu hlið
við hlið (auka hlið við hlið, sjá mynd 2) eða hvort ein eða fleiri kveður
væru á milli þeirra (auka aðskildir). Ákveðið var að miða við 1200
braglínupör eins og gert var í fyrri rannsókninni til að fá sem bestan
samanburð á milli tímabilanna. Þar var miðað við 1200 braglínupör
frá hverri öld. Skáldin fjögur sem urðu fyrir valinu voru:
Ása Ketilsdóttir (f. 1935), bókin Svo
mjúkt er grasið, alls 300 braglínupör
Kristín Jónsdóttir (f. 1963), bókin Bréf
til næturinnar, alls 300 braglínupör
Hjálmar Freysteinsson (f. 1943),
bækurnar Heitar lummur, 163
braglínupör og Lán í óláni, 137
braglínupör; alls 300 braglínupör
Páll Jónasson (f. 1947), bækurnar
Fuglalimrur, 154 braglínupör og
Vísnagátur, 146 braglínupör; alls 300 braglínupör
Þau dæmi sem fundust um ofstuðlun og aukaljóðstafi voru svo talin
saman og talan sett inn í súlurit ásamt með niðurstöðunum úr fyrri
rannsókninni (myndir 1 og 2).
Þegar valdir voru þátttakendur í rannsóknina var miðað við að þeir
sem voru teknir sem dæmi um stuðlun á 21. öld væru viðurkenndir af
hagyrðingasamfélaginu sem verðugir fulltrúar þess hóps. Ekki kom til
skoðunar að velja hvaða höfunda sem var í þessa athugun. Hér á við
það sama og í fyrri rannsókninni. Í þann gagnagrunn voru eingöngu
valin skáld sem samfélagið hafði viðurkennt sem verðuga fulltrúa ljóð-
hefðarinnar. Vel hefði verið hægt að velja á annan veg og fá allt aðra
niðurstöðu. En bæði í þeirri rannsókn, og svo hér, er miðað við efsta
lagið af skáldasamfélaginu ef við gefum okkur að hægt sé að flokka
meðlimi þess eftir hæfileikum og getu.