Són - 01.01.2012, Page 200
200 Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Þrjú frávik fundust hjá Páli. Vísnagáturnar eru ortar undir
stafhendum hætti:25
(9) vindáttina vísar þér,
vörum í hann raðað er.
Hér eru það sérhljóðarnir í og e í er sem standa sem aukaljóðstafir. Þeir
standa báðir í lágkveðum, eins og í (4). Annað hliðstætt dæmi fannst
um aukaljóðstafi aðskilda. Sérkennilega stuðlun gat að líta í einni limr-
unni og ákveðið var að birta hana alla. Hún hljóðar þannig:26
(10) Haninn í Máfamýri
var monthani, Drottinn minn dýri,
uns minknum hann mætti
sem varirnar vætti,
og úti var ævintýri.
Hér er í rauninni óhjákvæmilegt annað en að líta á d-in í Drottinn og
dýri sem aukaljóðstafi. Hefði ekki verið þessi höfuðstafur í línunni, m í
monthani, var vel hægt að líta svo á að línan væri sérstuðluð eins og allar
hinar línurnar.
Í þeim 600 braglínupörum sem skoðuð voru eftir þessa tvo fundust,
eins og fram er komið, fjögur dæmi um frávik sem þó eru hreint ekki
líkleg til að stinga í augu eða trufla brageyra lesandans. Þrjú dæmin
eru aðskildir aukaljóðstafir og það fjórða er limran um hanann sem
sýnd er hér að ofan (10). Engin dæmi fundust um ofstuðlun. Allur
kveðskapur þeirra Hjálmars og Páls samanstendur af vísum undir
rímnaháttum eða limrum, þar sem braglínur eru í mesta lagi fjórar
kveður, oft aðeins þrjár. Það gæti verið ástæðan fyrir því hve fá frávik
fundust í kveðskap þeirra, en auk þess eru þeir báðir vandvirkir hag-
yrðingar og skal ekki gert lítið úr því. En eins og fram kom í inngangs-
kafla benda líkur til þess að frávikum sem þessum fjölgi eftir því sem
braglínur verða lengri.
Þegar hugað er að frávikum í ljóðum þeirra Ásu og Kristínar kemur
í ljós að flest eru þau tilvik í braglínum sem eru fimm bragliðir. Annað
af tveimur tilvikum um aukaljóðstafi hlið við hlið hjá Ásu er í kvæðinu
Gamli bærinn, sem samanstendur af línum sem eru fimm kveður:27
25 Páll Jónasson 2012:18.
26 Páll Jónasson án árs:7.
27 Ása Ketilsdóttir 2012:10.