Són - 01.01.2012, Side 201
Fáein orð um ofstuðlun og aukaljóðstafi 201
(11) Það mannlíf er nú orðið minjaskrá
og moldu hulið allt það gamla stríð
Sérhljóðarnir í frumlínunni, í orðunum er og orðið, teljast aukaljóð stafir.
Sérhljóðarnir eru ekki sterkir sem ljóðstafir og því verða þeir ekki mjög
áberandi. Auk þess er sá fyrri á sögninni vera sem er setningarlega veikt
orð, eins og áður kom fram. Það dregur enn úr styrk ljóðstaf anna.
Hins vegar má deila um það hvort stuðlarnir í þessari línu standi fyrir
sínu vegna þess hvar þeir standa. Stuðlar eru m í mannlíf og minja-.
Seinna orðið, minja, er í lágkveðu og tvær kveður á milli stuðlanna.
Reglan er sú, í fimm fóta braglínum eins og hér eru til umræðu, að
annar stuðullinn verður að standa í 3. kveðu. Hitt er svo annað að
staðsetning ljóðstafa er reyndar ekki rannsóknarefni þessarar greinar
og verður það því látið liggja milli hluta að þessu sinni. Hitt dæmið hjá
Ásu um aukaljóðstafi hlið við hlið er einnig með sérhljóðum.
Hjá Kristínu fundust þrjú dæmi um ofstuðlun og tvö þeirra eru í
kvæðinu Myrkursins land, sem eins og kvæði Ásu er gert af fimm fóta
línum, sbr. eftirfarandi:28
(12) Land þar sem hvorki rétt né rangt er til,
rökkrinu hjúpað, fullt af líkn og ró.
Orðið ró aftast í síðlínunni telst ofstuðlun en hér eru heilir þrír bragliðir
frá höfuðstafnum að orðinu sem ber ofstuðlunina en það dregur mjög
úr áhrifum þessa fráviks (sbr. (3)).
Af 16 frávikum sem varða ofstuðlun og aukaljóðstafi hjá þessum
fjórum skáldum eru þrjú dæmi um ofstuðlun, öll hjá Kristínu. Fjögur
dæmi fundust um aukaljóðstafi hlið við hlið, tvö hjá Ásu, eitt hjá Krist-
ínu og eitt hjá Páli. Öll hin frávikin, níu alls, eru aðskildir aukaljóð-
stafir. Þetta má setja upp á eftirfarandi hátt:
Ofstuðlun í frumlínu: 1
Ofstuðlun í síðlínu: 2
Aukaljóðstafir hlið við hlið: 4
Aukaljóðstafir aðskildir: 9
Tafla 3. Ofstuðlun og aukaljóðstafir í ljóðum fjögurra skálda frá 21. öld
28 Kristín Jónsdóttir 2009:14.