Són - 01.01.2012, Side 202
202 Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Það sem vekur mesta athygli þegar rannsóknin er skoðuð er í fyrsta
lagi sú staðreynd að meira en helmingur þeirra frávika sem fundust
í ljóðum skáldanna fjögurra eru aðskildir aukaljóðstafir. Eins og fyrr
kom fram er tæpast hægt að tala um að frávik af því tagi skaði braginn.
Í annan stað er ljóst að önnur þau frávik sem finnast eru annað hvort
sérhljóðar, sem eru frekar veikir ljóðstafir, sbr. ummæli Þórarins Eld-
járns í inngangskafla, standa í lágkveðum þar sem lítið ber á þeim eða
hljóð höfuðstafs endurtekið í lok langrar síðlínu. Það sem mestu máli
skiptir er þó sú staðreynd að frávikin eru sárafá, heldur fleiri en meðal-
talið á 20. öld en örlítið færri en á 19. öld auk þess að vera þannig sett
fram, eins og áður var nefnt, að hæpið er að þau trufli lesandann að
nokkru ráði. Niðurstaðan af þessari athugun er því sú að þau skáld 21.
aldar sem hér voru skoðuð vanda brag sinn ekki síður en gert hefur
verið undanfarnar aldir og standast fyllilega samanburð við skáld 18.,
19. og 20. aldar hvað við kemur nákvæmni í stuðlasetningu.
HEIMILDIR:
Ása Ketilsdóttir. 2012. Svo mjúkt er grasið. Salka, Reykjavík.
Hjálmar Freysteinsson. 2008. Heitar lummur. Bókaútgáfan Hólar,
Reykjavík.
Hjálmar Freysteinsson. 2012. Lán í óláni. Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík.
Kristín Jónsdóttir. 2009. Bréf til næturinnar. Félag ljóðaunnenda á
Austur landi, Fáskrúðsfirði.
Páll Jónasson. [Án árs]. Fuglalimrur. Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík.
Páll Jónasson. 2012. Vísnagátur. Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík.
Preminger, Alex, og T.V.F. Brogan. 1993. The New Princeton Encyclopedia
of Poetry and Poetics. Princeton University Press, Princeton, New
Jersey.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 1994. Bögubókin. Iðnú, Reykjavík.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 2007. Stuðlasetning í ljóðum Jónasar Hall-
grímssonar. Hrafnaþing, 4, bls. 31–49.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 2012. Tólf alda tryggð. Athugun á þróun
stuðla setningar frá elsta þekktum norrænum kveðskap fram til nútímans.
Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Snorri Sturluson. 1999. Edda. Háttatal. Anthony Faulkes gaf út. Viking
Society for Northern Research, University College of London.
Sverrir Tómasson. 1996. „Suptungs mjöðurinn sjaldan verður sætur
fundinn“. Guðamjöður og arnarleir. Safn ritgerða um eddulist, bls. 65–89.
Háskóla útgáfan, Reykjavík.