Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 9
Sr. Eiríkur var víðlesinn, fróður vel og átti góða
frásagnargáfu. Hann var mikill predikari og ritfær vel.
Margar greinar ritaði hann i blöð og timarit og var
ritstjóri Skinnfaxa um árabil. Hann eignaðist ágætt
bókasafn, eitt það stærsta i einkaeign hérlendis. Það
gáfu hjónin bæjar- og héraðsbókasafni Árnessýslu á
Selfossi en þar voru þau búsett siðustu árin.
Eftirlifandi eiginkona sr. Eiriks er Sigriður Kristin
Jónsdóttir. Þau eignuðust 11 börn.
Sr. Siaurður Pálsson, vigslubiskup, lést 13. júli s.l.
Sr. Sigurður var fæddur 8. júli 1901 i Haukatungu i
Hnappadal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum i
Reykjavik 1928 og kandidat í guðfræði 1933. Áður hafði
hann stundað nám i Haslev i Danmörku.
Sr. Sigurður var vigður vorið 1933 sóknarprestur i
Hraungerðisprestakalli og sat þar til 1958 er hann
fluttist að Selfossi, sem þá var gert að prestssetri.
Árið 1934 kvæntist sr. Sigurður Stefaniu Gissurardóttur er
skapaði honum gott heimili og stóð við hlið hans i lifi og
starfi uns yfir lauk. Þau eignuðust 7 börn.
Prófastur Árnesprófastsdæmis varð sr. Sigurður 1965 og
vigslubiskup Skálholtsbiskupsdæmis 1966.
Lausn frá embætti fékk hann vegna aldurs 1971 en árið
eftir var hann settur prestur i Reykhólaprestakalli og
gegndi þvi starfi til 1976.
Sr. Sigurður sótti þing Lútherska heimssambandsins i Lundi
1947 og Hannover 1952 og þing Alkirkjuráðsins i Uppsölum
1968. Hann fór námsferðir nokkrar bæði til Evrópulanda og
til Ameriku. Hann var útnefndur heiðursdoktor af
Guðfræðideild Háskóla íslands. Sr. Sigurður var fræðimaður
mikill og rithöfundur. Hann gaf út Messubók 1961 og Sögu
og efni messunnar 1981, sem var mikið stórvirki.
Auk þessa kom frá hendi hans fjöldi minni rita og greina i
blöð og timarit. Einnig þýddi hann nokkrar bækur.
Hann. var sérfræðingur i liturgiu, fornri og nýrri og
áhugamaður mikill um þá hluti. Hann hafði mikil áhrif i
kirkjunni, bæði sem predikari og einnig var hann ötull við
að kynna guðfræðistúdentum það starf sem þeir voru að búa
sig undir að taka yið. Ég minnist þeirra daga er ég og
félagar minir i guðfræðideild dvöldum i Hraungerði og
nutum gestrisni prestshjónanna og fræðslu prestsins.
Slikt var dýrmæt reynsla og vinátta skapaðist.
Hann lét til sin taka i starfi kirkjunnar og var
atkvæðamaður. Sr. Sigurður var kosinn á fyrsta
Kirkjuþingið 1958 og sat á Kirkjuþingi til 1970. Þar sem
annarsstaðar var hann dugmikill og áhugasamur um málefni
kirkjunnar. Setti hann mjög svip sinn á Kirkjuþingin. Ég
var með honum á fjórum Kirkjuþingum og minnist margs frá