Gerðir kirkjuþings - 1987, Síða 13
10
Þótt vera megi að íslendingar séu ekki mikil
kirkjugönguþjóð, þá er það vist að kirkja og kristindómur
eru gildari þáttur i menningararfleið okkar og
lifsviðhorfi en sést við fyrsta augnakast. Þaðan er
fengin sú lifssýn, sem setur manneskjuna og sálarheill
hennar efst - það lifsviðhorf, sem við teljum aðalsmerki
okkar þjóðfélags. Þess vegna er svo mikilvægt að við
ræktum farsælt samband milli þjóðkirkju og rikisvalds,
samband, sem virðir rétt manna til að þjóna Guði með þeim
hætti sem best á við sannfæringu hvers og eins, samband er
gefur kirkjunni sem mest sjálfstæði i öllum greinum. Með
þvi að þoka málum i þessa átt fram að aldamótum minnumst
við kristnitökunnar eins og verðugt er.
Stutt vfirlit vfir fundarstörf Kirkiubinqs.
Á fyrsta fundi var kjörbréfanefnd kölluð til starfa, en
hana skipa: Gunnlaugur Finnsson formaður, Ingimar
Einarsson, sr. Jón Einarsson, sr. Lárus Þ. Guðmundsson og
sr. Þorbergur Kristjánsson.
Þar sem formaður nefndarinnar, Gunnlaugur Finnsson, var
ekki kominn til þings vegna veðurs mælti sr. Jón Einarsson
fyrir kjörbréfanefnd, sem lagði til að kjörbréf Halldóru
Jónsdóttur, fulltrúa úr 6. kjördæmi yrði samþykkt en hún
gat ekki setið á Kirkjuþingi 1986. Var það borið undir
atkvæði og samþykkt einróma.
Varaforsetar binqsins kosnir.
Kosningu hlaut: I. varaforseti úr hópi presta sr. Jón
Einarsson 17 atkv. og II. varaforseti úr hópi leikmanna
Gunnlaugur Finnsson 16 atkv. Þingskrifarar voru kosnir
sr. Jón Bjarman og Jón Guðmundsson, þeim til aðstoðar var
sr. Lárus Halldórsson fv. sóknarprestur.
Kosnar fastanefndir binqsins.
Allsheriarnefnd.
Sr. Árni Sigurðsson
Guðmundur Magnússon
Dr. Gunnar Kristjánsson
Gunnlaugur Finnsson
Sr. Hreinn Hjartarson
Sr. Lárus Þ. Guðmundsson
Margrét K. Jónsdóttir
Formaður Allsherjarnefndar var kosinn dr.
Kristjánsson og ritari Margrét K. Jónsdóttir.
Gunnar