Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 16
13
1987__________________18. Kirkiubina________________1. mál
Skýrsla Kirkjuráðs
Frsm. sr. Sigurður Guðmundsson settur biskup íslands.
Á Kirkjuþingi, sem stóð dagana 11.-20. nóv. 1986 var kosið
nýtt Kirkjuráð. Aðalmenn eru: Gunnlaugur Finnsson,
varaforseti þess, sr. Jón Einarsson, prófastur, sr. Jónas
Gislason, dósent og Kristján Þorgeirsson. Biskup íslands
er sjálfkjörinn forseti Kirkjuráðs. Varamenn eru: sr.
Hreinn Hjartarson, Ingimar Einarsson, Ottó A. Michelsen,
sr. Þórhallur Höskuldsson.
Á starfsárinu hefur Kirkjuráð haldið 11 fundi og
margvisleg málefni rædd.
Ég mun nú gera grein fyrir afgreiðslu þeirra mála, sem
Kirkjuþing 1986 visaði til Kirkjuráðs til ximfjöllunar og
brautargengis.
3. mál. Frumvarp til laaa um helqidaaafrið.
Kirkjulaganefnd fékk samþykkt Kirkjuþings til
athugunar, ennfremur var það rætt á fundi Samstarfs-
nefndar Alþingis og þjóðkirkjunnar.
Niðurstaðan hefur orðið sú, að starfsmenn dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins eru að semja viðbót við
frumvarp Kirkjuþings. Er þar aðallega \im að ræða
þann hluta sem fjallar um lögrelgu- og dómsmál sem
eru mjög flókin og margvisleg.
4. mál. Frumvarp til laqa um kirkiugarða, areftrun og
likbrennslu.
Lagt fyrir kirkjulaganefnd til athugunar. Breytti
hún aðallega efnisröðun og lagfærði tæknileg,
lögfræðileg atriði. Kirkjuráð telur, að frumvarpið
sem slikt þurfi ekki að koma enn til afgreiðslu
Kirkjuþings nema þá helst 9. kafli þess, samkvæmt
nýrri efnisröðun kirkjulaganefndar, en hann ber
heitið Kirkjugarðsgjöld og þá aðallega 38. og 39. gr.
Vegna nýrra laga um staðgreiðslu opinberra gjalda sem
koma til framkvæmda um næstu áramót ver.ða töluverðar
breytingar á innheimtu kirkjugarðs- og sóknargjalda.
Á Kirkjuþingi verður lagt frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 21/1963 um kirkjugarða með
siðari breytingum, svo og frumvarp til laga um tekjur
sókna o.fl.