Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 18
15
í tengslum við þetta mál má ætla, að ný lög um
veitingu prestakalla hafi þau áhrif, að prestar
skipti oftar um prestaköll.
Þá má geta þess, að stjórnskipuð nefnd vinnur að
endurskoðxin á skipun prestakalla og prófastsdæma.
11. mál. Um dánarvottorð.
Málið sent dóms- og kirkjumálaráðherra og rætt á
fundi samstarfsnefndar Alþingis og þjóðkirkjunnar.
Nefndin taldi málið athyglisvert og timabært að ræða
það, en hér væri um að ræða mikið tilfinningamál.
Málið er nú i höndum dóms- og kirkjumálaráðherra.
12. mál. Leiðarrit um kirkiur og búnað beirra.
í þvi felst að gefið verði út leiðarrit fyrir
kirkjuhaldara, kirkjuverði, meðhjálpara og aðra
starfsmenn kirknanna um kirkjur og gripi þá sem þeim
tilheyra, meðferð þeirra og meðhöndlun. Ljóst er að
tímabært er að gefa út slíkt rit eða leiðbeiningar.
Þvi að engan veginn er sama hvernig meðferð og
umhirðu hinir helgu gripir fá.
Kirkjuráð tók málið til meðferðar og visaði þvi til
stjórnar Prestafélags íslands þar sem eðlilegt þótti,
að Kirkjuritið yrði notað til þess að flytja efni
leiðaritsins.
í svari stjórnar Prestafélags íslands segir:
"Stjórnin samþykkir að kynna ritstjóra Kirkjuritsins
þessa beiðni og bendir Kirkjuráði á að hafa samband
við ritstjórnina.11
13. mál. Þióðmálaráð kirkiunnar.
Málinu vísað til Kirkjuráðs. Þar kom fram sú hugmynd
að æskilegt væri að boða til ráðstefnu i Skálholti um
þetta mál t.d. i samvinnu við Kirkjuritið.
Ennfremur var rætt um skipun nefndar til þess að koma
af stað umræðum um ýmis þjóðmálaefni en ekki til þess
að móta stefnu kirkjunnar eða til að vera málsvari
hennar.
Á fundi Kirkjuráðs 12. mai s.l. var samþykkt að fela
nýskipaðri Ráðgjafanefnd um siðfræðileg málefni, sjá
38. mál, að undirbúa ásamt rektor Skálholtsskóla
ráðstefnu um þjóðmál i Skálholti i september þ.á. Af
ýmsum ófyrirsjáanlegum orsökum hefur ekki orðið af
þvi, en Kirkjuráð hefur fullan hug á að taka málið
upp siðar cg þá ef til vill i öðru formi og i
samvinnu við aðra aðila og yrði samþykkt Kirkjuþings
afgreidd á grundvelli þeirrar ráðstefnu.