Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 28
25
Þá má geta þess að Kirkjuráð fékk á sinn fund Stefán
Thors, skipulagsstjóra rikisins, voru skipulagsmál
Skálholtsstaðar rædd við hann. Fram kom að eigi liggur
fyrir svo að vitað sé uppdráttur að heildarskipulagi
staðarins. í framhaldi af þvi var oddvita Biskupsstungna-
hrepps, Gisla Einarssyni, Kjarnholtum II sent eftirfarandi
bréf:
Á fundi Kirkjuráðs 11. mai s.l. var samþykkt að fara
þess á leit við yður, að þér óskið eftir þvi við
skipulagsstjóra rikisins, Stefán Thors, að hann láti
gera uppdrátt að heildarskipulagi Skálholtsstaðar.
Slikt skipulag hefur eigi ennþá verið gert.
Með tilliti til framtiðarverkefna á Skálholtsstað
finnst Kirkjuráði nauðsynlegt að slikt skipulag liggi
fyrir.
Framundan eru nokkur timamót i Skálholti þar sem á næsta
ári eru liðin 25 ár frá vígslu kirkjunnar, þá má geta þess
að á þvi ári eru 80 ár liðin frá fæðingu Bjarna heitins
Benediktssonar, sem átti drjúgan þátt i þvi að
rikistjórnin afhenti með lögum nr. 36/1963 þjóðkirkju
íslands endurgjaldslaust til eignar og rnnsjár jörðina
Skálholt i Biskupstungum, ásamt öllum mannvirkjoim og
lausafé, sem þá voru i eigu rikisins á staðnum. Jafnframt
segir: Rikissjóður skal árlega greiða kr. 1.000.000.00 i
sjóð sem vera skal til áframhaldandi uppbyggingar i
Skálholti og rekstrarfé þeirrar starfrækslu sem biskup og
Kirkjuráð koma þar upp. Vonandi er að þau timamót sem
nefnd eru hér að ofan veki þá sem með þarf til umhugsunar
um mikilvægi og reisn Skálholtsstaðar.
Vegna þessara merku timamóta leggur Kirkjuráð fram á
sérstöku þingskjali tillögu til þingsályktunar um
uppbyggingu Skálholts.