Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 30
27
Útreikningar þeir sem eru í bréfi frá biskupsskrifstofunni sýna
þann mismun sem yrði hjá hjónum fyrir og eftir skilnað. Svo virðist
sem aðstandendur bréfsins gefi sér það að fólk geti skilið lögskiln-
aði en haldið áfram að búa saman, þó ekki með sama lögheimili, án
nokkurra athugasemda annarra. Það fólk sem hagar málum sínum á þann
hátt sem aðstandendur bréfsins hg?isa sér væru a.m.k. að brjóta þrenn
lög, þ.e. lög um lögheimili, lög um almannatryggingar og skattalögin,
þ.e. veriðværi að svíkja út tryggingabætur frá almannatryggingum og
barnabætur og barnabótaauka úr ríkissjóði umfram það sem rétt er, auk
þess að vera skráð á rangt lögheimili hvað annan aðilann varðar.
Það er ekki rétt að fullyrða að einhverjir aðilar hafi ekki
komist upp með slíka framkvæmd um tíma en algengt er þetta ekki, enda
standa bæði lög hagsmunaaðila gegn slíku. Það er því fráleitt að
túlka skattareglur eftir hugsanlegri hegðun ófyrirleitins fólks og
alhæfa slíkt sem almenna reglu í þjóðfélaginu og bera á borð saman-
burð sem byggður er á hreinum lögbrotum. Það sem rétt er í þessu
máli er að fólk sem býr í óvígðri sambúð hefur heimild til að vera
skattlagt á sama hátt og gift fólk, að uppfylltum vissum skilyrðum,
þ.e. að eiga sameiginlegt lögheimili og hafa átt barn saman eða konan
sé þunguð eða að sambýlið hafi varað í 2 ár. 1 raun er beiðni um sam-
sköttun sambýlisfólks ekki synjað ef framangreind skilyrði eru upp-
fyllt og má því segja að sambýlisfólk sem uppfylla nefnd skilyrði hafi
sama skattalega rétt og gift fólk og taka á sig jafnframt skyldur sem
því fylgja.
Það sambýlisfólk sem ekki óskar eftir samsköttun á sama hátt og
hér að framan er getið en uppfyllir öll framangreind skilyrði er skatt-
lagt sem einstaklingar en barnabótum er skipt á milli þeirra til helm-
inga.
Aðlokum er þess að geta að fólk sem er í sambýli en hefur ekki
öðlast rétt til samsköttunar er skattlagt sem einstaklingar að teknu
tilliti til fjölskylduaðstæðna. Þannig telst foreldri í sambúð, hvers
barn er ekki barn sambýlisaðila, sem einstætt foreldri til þess tíma
að það öðlast rétt til samsköttunar með sambýlisaðila skv. ákvæðum 3.
mgr. 63. gr. skattalaganna.
Ef dæmi það um fjölskylduaðstæður sem fylgdi bréfi biskupsembættis-
ins merkt 2, en það er um lægstu tekjur af þremur dæmum, er umreiknað
þannig að borið só saman hvernig skattlagning karls og konu srxl hátt-
að ef þau í öðru tilvikinu væru gift og i hinu byggju þau saman en