Gerðir kirkjuþings - 1987, Side 47
44
Stofnun á borð við þá sem hér er gerð tillaga um leysir að
sjálfsögðu ekki þessi erfiðu mál sem nú steðja að. En hún
gæti gert okkur kleift að takast á við þau af festu og
nokkru öryggi. Annars vegar væri framlag hennar fólgið í
beinni ráðgjöf, hins vegar gæti hún frætt fólk og vakið
til vitundar um það hvernig takast má við þessi nýju
vandamál.
Jafnframt er stofnun þessi nauðsynleg forsenda þess að
skipuleg kennsla i siðfræði geti orðið að veruleika i
skólum landsins, hvort heldur i grunnskólum, i
framhaldsskólum eða i deildum Háskólans, svo sem
læknadeild. Siðfræði er nú kennd á nokkrum námsskeiðum i
heimspeki og i guðfræðideild. Nauðsynlegt er að efla
þessa kennslu og gera þeim, sem vilja leggja fyrir sig
kennslu i siðfræði eða fást við siðferðileg vandamál,
kleift að sérhæfa sig ofurlítið i siðfræði. Til þess
þyrfti að setja á fót eins árs námsbraut i siðfræði við
Háskólann. Rannsóknarstofnun i siðfræði yrði fræðilegur
bakhjarl þeirrar námsbrautuar sem og annarrar
siðfræðikennslu i landinu.
Málinu visað til löggjafarnefndar sem samþykkti að orða
tillöguna þannig (Frsm. sr. Þorbergur Kristjánsson):
18. Kirkjuþing samþykkir fyrir sitt leyti, að
Siðfræðistofnun Háskóla íslands og Þjóðkirkjunnar verði
komið á fót samkvæmt meðfylgjandi tillögu að reglugerð.
Nefndin leggur til að 1. tl. 3. gr. reglugerðarinnar
orðist svo: "Veita fyrirgreiðslu við rannsóknir."
Að öðru leyti leggur nefndin til að tillagan verði
samþykkt.
Nefndin bendir á, að nauðsynlegt sé, að Kirkjuráði og
Kirkjuþingi sé árlega gefin skýrsla um starfsemi
Siðfræðistofnunar.
Nefndin bendir og á, þótt slikt þurfi e.t.v. ekki að taka
fram, að Siðfræðistofnun geti ekki talað i nafni
kirkjunnar.
Við. aðra umræðu kom fram viðbótartillaga frá Guðmundi
Magnússyni sem samþykkt var þannig orðuð:
Kirkjuþing feli Kirkjuráði að fylgja málinu eftir við
Háskóla íslands og væntir þess, að eigi verði gerðar
verulegar efnisbreytingar á reglugerðinni eins og hún
liggur nú fyrir.
Ennfremur flutti sr. Einar Þór Þorsteinsson
breytingartillögu við 7. gr. reglugerðar, sem yrði þá
þannig orðuð: "Þjóðkirkjan leggur stofnuninni til húsnæði
til ráðstefnu-, fundarhalda og aðstöðu eftir því sem
aðstæður leyfa.
Með þessum breytingum var tillagan samþykkt samhljóða.