Gerðir kirkjuþings - 1987, Síða 53

Gerðir kirkjuþings - 1987, Síða 53
50 byggja söfnuð minn" (Matth. 16:18). Það er augljóst mál að uppbygging safnaðarins er margþætt. Hún er i fyrsta lagi grundvölluð á Guðs orði sem er undirstaða alls kirkjulegs starfs. Hún verður einnig að miðast við mannlegar þarfir og hæfa stund og stað og hvað varðar ytra skipulag. í lútherskum söfnuði miðast allt starf kirkjunnar við söfnuðinn og þar með prestakallið. Þar eru grunneiningar kirkjunnar, meira og minna sjálfstæðar þótt tengdar séu á margvislegan hátt. Lúther sjálfur notaði orðið kirkja sem minnst til þess að leggja áherslu á orðið söfnuður (þýðing hans á ekklesia var yfirleitt Gemeinde i stað Kirche eins og viðtekin regla hafði verið fyrir hans daga). Fyrir honum vakti það að leggja áherslu á "hinn almenna prestsdóm". Lúther og aðrir siðbótarmenn lögðu áherslu á söfnuðinn sem miðlæga einingu kirkjulegs starfs, sbr. Ágsborgarjátninguna sem hefst þannig: "Það er samhljóma kenning safnaða vorra..." (Fimm höfuðjátningar bls. 64. Sjá einnig: George W. Forell: Die Augsburgische Konfession) . Söfnuðirnir mynda siðan stærri einingu: prófastsdæmi og loks er biskupinn einingartákn hinnar kirkjulegu heildar. Þjóðkirkjufyrirkomulagið hefur vissulega kosti og galla. Um hvort tveggja hafa verið rituð mikil og itarleg fræðirit og mörg likön verið sett fram. Þjóðkirkjuskilningurinn tekur breytingum með breyttum timum eins og saga undanfarinna áratuga er best til vitnis um. Hér skal saga þjóðkirkjuhugmyndarinnar og þróun hennar ekki rakin (en bent skal á bókina Die Volkskirche e. W. Lúck og Kirche e. W. Hubner). Það voru siðbótarmenn sextándu aldar sem lögðu grundvöllinn að lútherskum kirkjuskilningi sem einnig er grundvöllur islensku þjóðkirkjunnar. Það hefur síðan verið hlutverk lútherskra guðfræðinga að endurmeta og endurskoða hugmyndir siðbótarinnar á hverjum tima eftir þvi sem þörf var á. Um tengsl manna við kirkjuna hafa menn reynt að gera sér hugmyndir. Þróun nútímasafnaðarstarfs er yfirleitt ekki rakin lengra en til 1891 þegar bókin "Evangeliski söfnuðurinn" (Die evanqelishe Geimeinde) eftir Emil Sulze sóknarprest i Dresden kom út. Þar var lagður grunnur að nútímalegri safnaðarstarfsemi þar sem gert er ráð fyrir þvi að söfnuðurinn hafi á sinum vegum umfangsmikla starfsemi á mörgum sviðum þjóðlifsins. Ekki leið á löngu þar til aðrar raddir heyrðust sem töldu að kirkjunni bæri einungis að boða Orðið og útdeila sakramentunum og hafa þannig áhrif á einstaklinga sem yrðu síðan saltið og súrdeigið i þjóðlifinu og á þann hátt hefði kirkjan þau áhrif sem til væri ætlast. Þessar hugmyndir komu fyrst úr röðum þeirra sem vildu efla það sem þeir nefndu "heimatrúboð". Allt til þessa dags hafa slikar raddir kallast á þegar um hlutverk og uppbyggingu safnaðarins hefur verið að ræða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.