Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 55
52
var meðal mótmælenda. Nú var áherslan á táknmáli
messunnar, á tónlist og myndlist. Nú var stefnan sem sagt
sú að efla messuna í hefðbundnum skilningi og laða til
hennar fólk með þvi að gera hana rikari i búningi. Það
kemur ekki á óvart að hópurinn hafi haft veruleg áhrif á
kirkjubyggingarlistina og þróun hennar á þessari öld.
Viðhorf þeirra til messunnar og safnaðarins koma fram i
þessum orðum: "Ég fer ekki í kirkju af þvi að ég vænti
þess að fá eitthvað út úr predikuninni eða tónlistinni eða
húsrýminu, heldur vegna þess að söfnuðurinn sem safnast
kringirm Guðs orð er sjálfur tákn sem verður að veruleika
einnig fyrir mina návist" (Möller 175).
Hér kemur fram gagnrýni á einstaklingshyggjuna sem
guðfræðingurinn Gogarten tók sérstaklega fyrir um sama
leyti þar sem hann bendir á, að allt frá þvi að
einstaklingurinn var "fundinn upp" á timum
upplýsingarinnar hafi samfélag af þvi tagi sem kristinn
söfnuður er upphaflega hugsaður, orðið fyrir verulegu
áfalli. Gogarten gerir sem sagt grundvallarmun á félaqi
og söfnuði.
Sama áhersla kemur fram hjá Bonhoeffer sem segir að
ungbarnaskirnin undirstriki lútherskan kirkjuskilning
vegna þess að þá sé manneskjan tekin inn i söfnuðinn án
vitundar og vilja. Bonhoeffer sagði að kirkjuskilningur
þar sem söfnuðurinn er skilinn sem "trúarlegt samfélag"
eða eitthvað i þá áttina geti ekki skilið ungbarnaskirnina
því að kirkjan að lútherskum skilningi sé nokkuð sem menn
verða að trúa á (eins og segir i trúarjátningunni) en ekki
"upplifa", um sé að tefla kraft orðsins þar sem Kristur
skapar söfnuð og tekur aðra i söfnuðinn ("... á þessum
kletti mun ég byggja ...").
Nú er ytra skipulag kristinna safnaða þegar vítt er skoðað
um heiminn með ýmsum hætti. Þar hafa starfshættir mótast
i timanna rás og fallið að hinu félagslega mynstri.
Margar kannanir hafa verið gerðar á þessu sviði. Má þar
benda á kannanir Bruno Gutmanns sem hann gerði snemma á
þessari öld i Afríku. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu
að félagsleg tengsl byggðust þar á þrem þáttum:
1. Ættflokknum. 2. Sambandi milli nágranna. 3. Tengslum
milli jafnaldra. Út frá þessum athugunum sem Gutman gerði
á mörgum árum (1902-1938) vildi hann skipulegga kristna
söfnuði i þvi menningarumhverfi sem i hlut átti.
Stefnumótandi fyrir margar kirkjudeildir var samþykkt
Alkirkjuráðsins 1961 um kirkjuna þar sem hún er skilgreind
sem "boðandi (missjónerandi) kirkja", þar sem hlutverk
hennar sé ekki einfaldlega að "vera" heldur einnig að
"fara", hún á ekki aðeins að kalla "til" sin heldur miklu
heldur að fara með boðskapinn út til mannanna. Af þessu
leiddi afar "dýnamiskan" kirkjuskilning sem hafði i för
með sér áberandi mikla virkni kirknanna á hinum ýmsu
sviðum þjóðfélagsins. Samþykkt Alkirkjuráðsins hafði
einnig þau áhrif þegar frá leið að tveir meginstraumar i
viðhorfvim til safnaðaruppbyggingar urðu til. Raunar gætir
svipaðra viðhorfa ekki siður í rómversk-kaþólsku kirkjunni