Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 57
3. Kirki ubvqqinqar hafa breyst, nú eru byggð
safnaðarheimili við flestar nýjar kirkjur og einnig við
margar gamlar. Þetta gefur söfnuðunum ný tækifæri þar sem
mikið er 1 húfi að vel takist til.
4. Með breyttum sóknargjöldum hafa tekiur safnaðanna
aukist, sumra verulega. Þar með standa margir söfnuðir á
timamótum, þeim opnast nýir möguleikar til starfa. En um
leið standa þeir frammi fyrir vanda: Hvernig ber okkur að
nýta hina nýju möguleika?
5. Loks mætti nefna hér eflincm sumra prófastsdæma og
stofnun héraðssjóða á þeirra vegxam. Þar opnast nýir
möguleikar sem margir binda vonir við.
í þessari greinargerð skal ekki farið itarlega i saumana á
hugmyndum um eflingu safnaðarstarfs sem efst eru á baugi i
kirkjum nágrannalandanna. En slik áætlun verður að taka
til allra þátta safnaðarstarfsins. Má nefna þar nokkur
atriði i tveim meginflokkxim:
A. Messan. Endurskoða þarf flutning messunnar (hér er ekki
átt við messuformið), þátttöku leikmanna i honum,
sálmaval. Einnig búnað kirkjunnar: Efla þarf skilning á
listbúnaði og listskreytingum. Staðsetningu altaris og
predikunarstóls þarf einnig að hugleiða, þar hafa ýmsar
systurkirkjur okkar gert hjá sér breytingar sem athugandi
eru og allar miða að þvi að undirstrika messuna sem
samfélagsathöfn.
B. Safnaðarstarfið. Endurmeta þarf aðra starfsemi
safnaðanna. Hvernig hópar leita helst til kirkjunnar, nær
kirkjan jafnt til allra hópa samfélagsins eða verða sumir
þar útundan? Hvernig er safnaðarlif i sveitasóknum þar
sem byggð hefur minnkað, sums staðar verulega svo að öllu
kirkjustarfi er vandi búinn? Og hvernig er það i
fjölmennum sóknum þar sem presturinn hefur aðeins ráðrúm
til þess að sinna þvi sem brýnast er? Einnig þarf
nauðsynlega að gera söfnuðum kleift að ráða til sin
sérhæfða starfsmenn og þá vaknar spurningin um verksvið
þeirra, hvernig á að ákvarða þau og hvar fá þeir sina
menntun. Mörg fleiri atriði mætti nefna
Á undanförnum árum hafa kirkjur i nágrannalöndunum látið
gera kannanir á stöðu kirkjunnar. Á timum skoðanakannanna
er unnt að gera slikar kannanir sem eru kirkjunni
nauðsynlegar ekki siður en öðrum stofnunum og samtökum til
þess að fá nánari vitneskju um áhrif og árangur starfs
sins. Og jafnfrámt til þess að unnt sé að gera áætlanir
um skipulagningu starfsins i framtiðinni.
Einu skýrslurnar sem unnt er að telja heimildir um
kirkjulegt starf hér á landi eru skýrlur prestanna - auk
vísitasiugjörða sem ekki eru gerðar árlega eins og
prestaskýrslurnar. Þess ber þó að geta að presta-