Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 69
66
1987
18. Kirkiubinq
11. mál
TILLA.GA
til þingsályktunar varðandi lög um fóstureyðingar og
almannatryggingar.
Frsm. og flm. Halldór Finnsson
Meðflm.: Sr. Þorbergur Kristjánsson
Margrét K. Jónsdóttir.
Kirkjuþing beinir þvi til Alþingis íslendinga að taka til
endurskoðunar lög nr. 25/1975 um fóstureyðingar,
ófrjósemisaðgerðir o.fl. i þeim tilgangi að þrengja þessi
lög - sérstaklega varðandi fóstureyðingar af félagslegum
orsökum.
Ennfremur vill Kirkjuþing beina þvi til Alþingis að allt
verði gert sem hægt er, t.d. i gegnum almannatryggingar
til þess að létta undir með konum sem svo stendur á fyrir
og þær finni i raun að þjóðfélagið býður nýtt lif velkomið
i heiminn.
Kirkjan bjóði upp á ráðgjafaþjónustu e.t.v. i samvinnu við
Lifsvon þar sem fyrir liggi allar upplýsingar um hvert það
ráð sem má til hjálpar vera fyrir þá einstaklinga sem i
hlut eiga.
GREINARGERÐ:
Nú eru 12 ár siðan samþykkt voru lögin nr. 25/1975 um
ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif, barneignir og um
fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Lög þessi þýddu
stórkostlega rýmkun á fósturaðgerðum af félagslegum
ástæðum.
Fóstureyðingum hefur lika fjölgað úr 224 1974 i 687 1983
skv. Heilbrigðisskýrslu 1985, fylgirit 1, sjá meðfylgjandi
ljósrit.
Þegar þessi skýrsla er skoðuð nánar kemur í ljós að 1981
eru 83% fóstureyðinga taldar af félagslegum ástæðum, sjá
ljósrit 2 og af þeim eru 55% "nánast ótilgreindar
félagslegar ástæður" eins og stendur i skýrslunni.
Annað i skýrslu þessari er mjög athyglisvert þ.e. skrá
yfir störf þau er þær konur sem fara i fóstureyðingu
stunda og er skift i þessa flokka, sjá ljósrit 3
stjórnun, þjónusta, framleiðsla, nemar, húsmæður, annað.