Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 92
89
Um væntanlegt starf Helgu sem tónlistarstjóra segja
sóknarprestur og söngmálastjóri m.a. i bréfi til
flutningsmanns:
Hlutverk hennar sem tónlistarstjóra verði i meginatriðum
sem hér segir:
1. Að halda áfram rekstri og stjórnun "Sumartónleikanna",
svo og að standa að námskeiðahaldi i tengslum við þá.
2. Að hafa umsjón með öðru tónlistarstarfi við kirkjuná i
samráði við sóknarprest og Collegium Musicum.
3. Að stuðla að þvi að tónlist sé viðhöfð við helgihald
með þeim hætti sem hæfi staðnum og ráða til flytjendur
sem og söngstjóra ef þörf krefur.
Enda þótt tónlistarstjóranum sé fyrst og fremst ætlað að
starfa við Skálholtsskirkju, hefur Helga lýst sig
reiðubúna bæði til að vera til ráðuneytis við tónlistarmál
Skálholtsskóla svo og að efla tónlistarflutning i
grannkirkjum Skálholtskirkju ýmist með eigin tónleikahaldi
eða með aðstoð annarra tónlistarmanna.
Helga telur sjálf að starf hennar við "Sumartónleikana"
krefjist um fjórðungs úr ársstarfi, en slíkt er þó erfitt
að meta og mismunandi frá ári til árs. Fyrir þann starfa
hefur hún ekki fengið aðra greiðslu en þá sem aðrir
flytjendur á "Sumartónleikunum" hafa hlotið, en það er sú
þóknun sem Rikisútvarpið greiðir fyrir upptökurétt af
tónleikunum. Þannig hefur megnið af hinvim listræna
undirbúningi svo og öll skipulagsvinnan verið unnin i
sjálfboðavinnu.
Með fyrrtöldum verkefnum tónlistarstjóra er verið að auka
viðfangsefni Helgu við Skálholtskirkju. Hér er þó
einungis gerð tillaga um fjórðungsstarf. Hefur Helga
óskað eftir þvi að ekki yrði lengra gengið i bráð, þar eð
hún vill ekki taka á sig meiri skyldur en hún telur sig
geta staðið við.
Það er annar þáttur af þessari tillögu og sist sá
veigaminni, að tónlistarstjóri fái starfssjóð til umráða.
Örðugt er að áætla fyrirfram lágmarksupphæð i þessu skyni,
en lagt er til að sjóðurinn nemi launum tónlistarstjórans
og verði i daglegri umsjá hans, en samtökin Collegium
Musicum samþykki áætlun um ráðstöfun fjárins.
Til frekari rökstuðnings tillögu þessari þykir
flutningsmanni rétt að láta fylgja hér með bréf frá
sóknarprestinum í Skálholti, er varpar skýru ljósi á málið
og flutningsmaður tekur heilshugar undir: