Gerðir kirkjuþings - 1987, Síða 97
94
1987
18. Kirkiubinq
16. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um endurskoðun á lögum
um veitingu prestakalla nr. 44 frá 30. mars 1987.
Frsm. og flm. séra Ólafur Skúlason, vigslubiskup
Kirkjuþing ályktar að fela kirkjustjórninni að hefja nú
þegar endurskoðun á gildandi lögum um veitingu
prestakalla.
GREINARGERÐ:
Það fer ekki milli mála, að það var mikil bót að þeim
lögum, sem Alþingi samþykkti á s.l. vetri um veitingu
prestakalla. Og voru aðalkostirnir þeir, að almennar
kosningar voru gerðar að valkosti við kröfu fjórðungs
atkvæðisbærra sóknarbarna, en aðalreglan sú, að kjörmenn
velji prest.
Við notkun laganna hafa komið fram nokkrir vankantar, sem
nauðynlegt er að sniða af og verður ekki gert nema með
lagabreytingu, þar sem ekki er gert ráð fyrir þvi að
reglugerð sé sett.
Með tillögu þessari er þess farið á leit við
kirkjustjórnina, að ekki verði beðið eftir þvi, að fimm
ára timinn liði, þar til endurskoðun fer fram eins og
lögin gera ráð fyrir, heldur fari slik endurskoðun fram
strax.
Þeir liðir, sem sérstaklega hefur komið i ljós að eru
annað hvort ekki nógu skýrir eða þarf að breyta, eru fyrst
og fremst þessir:
1. í meðferð Alþingis var kjörmönnum fjölgað um helming
með þvi að taka varamenn i sóknarnefndum i þann hóp.
Þetta var sjálfsögð breyting og i alla staði eðlileg
og i þvi sambandi vert að athuga, hvort hins sama ber
ekki að gæta við næstu kosningar til Kirkjuþings. En
við þessa tvöföldun stendur tala kjörmanna á jöfnu,
10, 14 eða 18 og geta þvi atkvæði skipst jafnt á
umsækj endur.
Með hliðsjón af fyrri athugasemd gengur ekki að hlita
þeim bókstaf laganna, að helmingur atkvæða dugi til
kosningar, þar sem tveir geta fengið jafnmörg atkvæði
og helming þeirra um leið, þ.e. 5 hvor, 7 eða 9.
Þessu þarf þvi að breyta strax
2.