Gerðir kirkjuþings - 1987, Síða 98
95
3. Við endurtekningu á kosningu, þegar enginn hefur
fengið helming atkvæða, er ekki ljóst, hvort aðeins á
að endurtaka kosningu einu sinni, jafnvel þótt
kosning verði ekki bindandi við það, eða hvort
endurtaka eigi þar til úrslit fáist.
4. Ekki er biskupi skylt að láta i ljós skoðun sina
varðandi vunsækjendur og leiðbeina þannig kjörmönnum,
og er þó gert ráð fyrir þvi, að þar fari trúnaðarmál
um hendur prófasts til kjörmanna. Er nauðsynlegt að
kveða fastar á um þetta atriði, svo að þvi verði
framfylgt eða fella það niður ella.
5. Þá er einnig nauðsynlegt, að þeir aðilar, sem fá
löggjöfina til endurskoðunar, kanni hug þeirra, sem
þar eiga helst hlut að máli um róttæka breytingu á
lögum xim veitingu prestakalla, sem mundu falla i
annan farveg:
A. Að nema lögin algjörlega úr gildi og fela
biskupi veitingu prestakalla, og hafi hann nefnd
sér við hlið, sem raði umsækjendum, og sé hún
skipuð einum úr hópi kjörmanna viðkomandi
prestakalls, prófasti þess prestakalls og einum
sem biskup skipar sérstaklega.
B. Að nema úr gildi þann möguleika, að komi til
almennra kosninga, ef söfnuður fellir sig ekki
við ákvörðun kjörmanna. Sjá allir, hvað mundi
fylgja sliku vantrausti.
Endurskoðun þessi hefjist hið bráðasta og verði kynnt á
Kirkjuþingi árið 1988.
Vísað til löggjafarnefndar (Frsm. sr. Jón Einarsson).
Við aðra umræðu komu fram tvær tillögur:
Breytingartillaga sr. Einars Þórs Þorsteinssonar:
"Kirkjuþing telur, að ýmsir vankantar hafi komið fram á
gildandi lögum og felur Kirkjuráði að . . ."
Samþykkt með 9 atkv. gegn 4.
Viðaukatillaga sr. ólafs Skúlasonar:
"Jafnframt felur Kirkjuþing Döms- og kirkjumálaráðuneytinu
að leita úrbóta á þeim atriðum sem greind eru i
greinargerð flutningsmanns og eigi þola bið."
Samþykkt með 8 atkv. gegn 4.