Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 106
103
fjármálaráðuneytinu og Þorleifur Pálsson, skrifstofustjóri
i dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem er formaður
nefndarinnar. Auk þess hefur Ólafur Kr. ólafsson,
deildarstjóri i dóms- og kirkjumálaráðuneytinu starfað með
nefndinni.
Hlutverk nefndarinnar var m.a. að gera tillögur um
breytingar á reglum um álagningu og innheimtu sóknargjalda
ef þörf krefur vegna nýrra laga um staðgreiðslu opinberra
gjalda sem taka gildi um næstu áramót.
Nefndin hefur leitað upplýsinga hjá Þjóðhagsstofnun og
embætti rikisskattstjóra varðandi ýmsa þætti er lúta að
samningu þessa frumvarps.
Nokkur meain siónarmið.
Umrædd skattkerfisbreyting felur m.a. það i sér að lagður
verður á einn tekjuskattur til rikisins, sem komi i stað
núverandi tekjuskatts, sjúkratryggingagjalds, gjalds til
framkvæmdasjóðs aldraðra, sóknargjalds og
kirkjugarðsgjalds.
í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á lögum
nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignaskatt, með siðari
breytingum, kemur skýrt fram að miðað er við að hlutdeild
sókna- og kirkjugarða verði hin sama og verið hefur skv.
gildandi lögum.
í fyrsta lagi þarf að ákveða hlut kirkjunnar i
tekjuskattinum og i öðru lagi að ákveða hvernig sá hlutur
skiptist milli einstakra sókna og trúfélaga og
Háskólasjóðs vegna þeirra er standa utan trúfélaga.
Nefndin hefur haft það sem megin sjónarmið að kirkjan
haldi tekjustofnum sinum óskertum, miðað við það sem hún
hefur nú. Jafnframt er mikilvægt að reglur sem settar
verði tryggi stöðugleika á tekjustofnum sókna. Einnig er
æskilegt að allar reglur verði þannig að framkvæmd verði
sem einföldust.
Leið sem valin er
Ljóst er að nokkrar leiðir koma til greina, t.d. að
ákvarða hlut sóknargjaldsins sem ákveðinn hundraðshluta af
tekjuskattinum i heild eða tekjuskattstofni. Jafnframt
koma nokkrar leiðir til greina varðandi skiptingu
sóknargj aldsins.
í samræmi við þau megin sjónarmið, sem nefnd eru hér að
framan er valin eftirfarandi leið:
Ákveðin er hlutdeild kirkjunnar, trúfélaga og Háskólasjóðs
i tekjuskattinum, á grundvelli þess er núgildandi lög um
sóknargjald gefa.