Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 114
111
1. gr.
Þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög samkvæmt lögum um
trúfélög nr. 18/1975, og Háskólasjóður skulu eiga ákveðna
hlutdeild i tekjuskatti álögðum samkvæmt ákvæðum laga um
tekjuskatt og eignaskatt, nr. 75/1981, sbr. lög nr.
49/1987, eftir þvi sem lög þessi ákveða.
2. gr.
Rikissjóður skal skila 15. hvers mánaðar, af óskiptum
tekjuskatti, fjárhæð er rennur til þjóðkirkjusafnaða,
skráðra trúfélaga og Háskóla íslands. Fjárhæð þessi
reiknast þannig að fyrir hvern einstakling, sem er 16 ára
og eldri i lok næstliðins árs á undan gjaldári, greiðist
ákveðin upphæð sem ákvarðast þannig:
1. Á árinu 1988 skal gjaldið vera kr. 141 á
einstakling á mánuði að viðbættri fjárhæð er
samsvarar þeirri hækkun er verður á meðal-
tekjuskattstofni einstaklinga á öllu landinu milli
tekjuáranna 1986 og 1987. Rikissjóður skilar þessu
gjaldi i fyrsta skipti 15. febrúar 1988.
2. Á árinu 1989 ákvarðast gjaldið á hvern einstakling á
mánuði i samræmi við endanlega ákvörðun gjaldsins frá
fyrra ári að viðbættri hækkun er samsvarar þeirri
hækkun er kann að verða á meðaltekjuskattstofni
einstaklinga á öllu landinu milli tekjuáranna 1987 og
1988 þegar tekjuskattstofns tekjuársins 1987 hefur
verið reiknaður eftir sömu reglum og munu gilda við
útreikning tekjuskattstofns tekjuársins 1988.
3. Á árinu 1990 og siðar ákvarðast gjaldið af endanlegri
ákvörðun gjaldsins frá fyrra ári, að viðbættri hækkun
er samsvarar þeirri hækkun er kann að verða á
meðaltekjuskattstofni einstaklinga á öllu landinu
eins og hann breytist milli næstliðinna tekjuára á
undan gjaldári.
Nú verða gerðar breytingar á útreikningi tekjuskattsstofns
og skal þá taka tillit til þess við ákvörðun gjaldsins
hverju sinni.
Hækkun á gjaldi samkvæmt þessari grein skal ákvarðast af
kirkjumálaráðherra i samræmi við upplýsingar frá
rikisskattsjóra og Þjóðhagsstofnun eigi siðar en 1. ágúst
ár hvert. Þar til ákvörðun þessi liggur fyrir skal
ráðherra ákveða uppigreiðslu gjaldsins fyrir mánuðina
janúar til júlí ár hvert, á grundvelli spár um tekjuþróun
tveggja næstliðinna ára.