Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 131
128
1987
18. Kirkiubinq
24. mál
FRUMVARP
til laga um breytingu á lögum um biskupskosningar
frá 31. desember 1980.
Frsm. og flm. Ottó A. Michelsen
Meðflm.: Sr. Sigurjón Einarsson
Sr. Hreinn Hjartarson
Gunnlaugur Finnsson
1. gr.
3. mgr. 3. gr. laganna orðist svo:
Kjörstjórn semur kjörskrá fyrir biskupskosningu og skal
hún liggja frammi á biskupsstofu eða öðrum stað eða
stöðum, sem kjörstjórn ákveður, i þrjár vikur, eða eftir
þvi, sem nánar segir i auglýsingu kjörstjórnar.
2. gr.
4. gr. (ný grein) orðist svo:
Að loknum þeim tima, er kjörskrá hefur legið frammi,
auglýsir kjörstjórn eftir framboðum. Frestur til þess að
skila framboðum skal vera 4 vikur.
Með framboðinu skal fylgja skriflegt samþykki
frambjóðanda, svo og skrifleg yfirlýsing og undirritun
þeirra meðmælenda úr hópi kjósenda, er styðja framboðið.
Meðmælendur skulu minnst vera 10 þeirra, sem á kjörskrá
eru, úr hópi lærðra sem leikra, en mest skulu meðmælendur
vera 15 þeirra sem eru á kjörskrá.
Hver meðmælandi má eigi styðja nema einn frambjóðanda.
Nú hafa engin framboð borist kjörstjórn fyrir tilskilinn
framboðsfrest, skal þá kjósa óhlutbundinni kosningu.
Töluröð annarra greina breytist til samræmis.
3. gr.
4. gr., sem verður 5. gr., orðist svo.:
Kjörstjórn sendir þeim, sem kosningarrétt eiga, nauðsynleg
kjörgögn: Kjörseðil (með nöfnvim frambjóðenda) , óáritað
umslag, eyðublað fyrir yfirlýsingu kjósanda um það, að
hann hafi kosið, og umslag með utanáskrift kjörstjórnar.
Þá skal fylgja leiðbeining um það, hvernig kosning fari