Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 133
130
að Kirkjuþing fjalli um xaálið og taki afstöðu til þess,
hvort rétt sé að falla frá þvi sem hér er kallað "forval",
en taka upp þess i stað framboð biskupsefna, miðað við að
full úrslit fáist i einum kosningum.
í öðru lagi er gert ráð fyrir þvi að öll kjörgögn berist i
ábyrgðarpósti. Eðlilegra er þvi að miða sameiginlegan
skilafrest við það hvenær kjörgögn eru sannanlega
póstlögð, en ætla siðan viku fram til talningar, sem ætti
að vera nægjanlegt við eðlilegar kringumstæður.
Við fyrri umræðu lagði Halldór Finnsson ásamt sr. Jóni
Bjarman fram tillögu til breytingar á frumvarpinu.
Breytingin miðar að aukinni þátttöku og ábyrgð leikmanna
og til þess að styrkja héraðsfundi og sóknarnefndir.
Tillaga
til breytingar á frumvarpi til laga xim breytingu á lögum
um biskupskosningar nr. 96 frá 31. desember 1980
Frsm. og flm. Halldór Finnsson
Meðflm. sr. Jón Bjarman
1. gr. frumvarpsins verði þannig:
3. töluliður 2. gr. laganna orðist svo:
"Enn fremur tveir leikmenn fyrir hvert prófastsdæmi, þó
sex frá Reykjavíkurprófastsdæmi, kjörnir af leikmönnum,
sem sæti eiga á héraðsfundi, til 4 ára i senn, og skulu
varamenn einnig kjörnir á sama hátt."
Töluröð annarra greina frumvarpsins breytist i samræmi við
þetta, þannig að 1. gr. verði 2. gr. o.s.frv.
GREINARGERÐ
Heista nýmæli laganna nr. 96/1980 var það, að óvigðum
fulltrúum kirkjufólks var gefinn kostur á þátttöku i vali
biskups. Var sú stefna mörkuð í áliti starfsháttanefndar
1977 (sjá bls. 84 i þvi áliti).
Þátttaka leikmanna mun þó enn mun léttvægari en vigðra
manna og verður þótt þessi breyting komist á. Miðað við
gildandi fyrirkomulag er skiptingin þannig (tölur ekki
nákvæmar):
Vigðir þátttakendur 125
óvigðir, kjörnir af
héraðsfundum 16
Óv. kirkiubingsmenn 10
Samtals 151