Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 135
132
1987
18. Kirkiubinq
25. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um kirkjusókn.
Frsm. og flm. sr. Þorbergur Kristjánsson
Kirkjuþing minnir á mikilvægi þess, að þjóðkirkjan megi
áfram og i vaxandi mæli verða mótandi afl í islensku
þjóðlífi og heitir á alla þá, er gera sér ljósa þýðingu
þessa, að standa vörð um kirkjuna og styrkja stöðu hennar
með þvi fyrst og fremst að sækja sunnudagsmessuna.
GREINARGERÐ:
Kirkjusókn mun sums staðar góð, miðað við aðstæður, en
tæpast fer á milli mála, að tómlætis gætir viða, svo að
áhyggjuefni er.
Trúna tileinka menn sér aðeins með reglubundinni iðkun,
þar sem yfir eru hafðir helgir textar og bænir, - við
boðun orðsins tekið,- og sakramentin höfð xim hönd, þannig
að þetta verði eðlilegur þáttur lifsins.
Þegar Guð er afskrifaður, kemur nýr mannskilningur til, af
oflæti mótaður einatt, en frá yfirlætinu er einatt
ótrúlega stutt i örvæntinguna.
Um Guð verður ekkert sannað með aðferðum visinda og
rökfræði. Honum kynnast menn aðeins með þvi að rækja þær
leiðir til móts við hann, sem hann sjálfur bendir á. Þær
leiðir er að finna i messunni, engin útspil, nýjar
aðferðir eða starfshættir geta komið i hennar stað.
Hér varðar auðvitað miklu, að trúnaðarmenn safnaðanna geri
sér ljósar skyldur sinar og ef allir þeir, er telja sig
eiga herra kirkjunnar þökk að gjalda og eitthvað til hans
að sækja, - ef þeir allir sæktu kirkju reglulega, væri
auðveldara að hvetja foreldra skirnar- og fermingarbarna
að koma til kirkju með börn sin.
"Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar, eins og sumra er
siður", segir heilagt orð (Hebr. 10:25). Sú
safnaðarsamkoma, sem höfuðmáli skiptir er sunnudagsmessan.
Varðandi aðra þætti safnaðarstarfs hafa menn frjálst val.
Við messuna eiga hins vegar allir ábyrgir safnaðarmenn
skyldum að gegna, - ættu að telja sig skuldbundna til að
láta sætið sitt þar ekki autt, - að forfalla-lausu.