Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 148
145
3. gr.
27. gr. laganna orðist svo:
Stofna skal sjóð, er nefnist Kirkjugarðasjóður. Tekjur
sjóðsins eru 8% af kirkjugarðsgjöldum.
Rikisbókhaldið og innheixntuaðilar aðstöðugjalda skulu
standa stjórn sjóðsins skil á gjaldi þessu
ársfjórðungslega eða eftir nánara samkomulagi.
Kirkjugarðsstjórnir geta ávaxtað i sjóðnum það fé
kirkjugarða, sem er umfram árlegar þarfir, með almennum
innlánskjörum lánastofnana.
Stjórn sjóðsins skipa þrir menn kjörnir til fjögurra ára i
senn af Kirkjuráði, þar af einn samkvæmt tilnefningu
Kirkjugarðsstjórnar Reykjavikurprófastsdæmis. Varamenn
skulu vera kjörnir með sama hætti. Kirkjuráð ákveður,
hver skuli vera formaður og varaformaður stjórnarinnar.
Reikningshald sjóðsins annast skrifstofa biskups, og gilda
um það sömu reglur sem um reikningshald kirkna.
Reikningar kirkjugarðasjóðs skulu árlega birtir i
Stj órnartíðindum.
Megin markmið Kirkjugarðasjóðs er að jafna aðstöðu
kirkjugarða og veita aðstoð, þar sem tekjur kirkjugarða
hrökkva ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum.
Úr sjóðnum skal veita lán og/eða styrki kirkjugarðs-
stjórnum til kirkjugarða og kirkna, svo og til þess að
setja upp minnismerki, þar sem verið hafa kirkjugarðar,
kirkjur eða bænhús að fornu.
Sjóðnum er heimilt að kosta viðhald og umhirðu kirkjugarða
i sóknum, sem eyðst hafa af fólki, sbr. 6. gr. laga nr.
25/1985.
Ráðherra setur i reglugerð nánari ákvæði um starfsemi
sjóðsins að fengnum tillögum stjórnar hans.
4. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1988.