19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 4
4
Norrænt rannsóknarverkefni Kyn og völd
Konum fjölgar
í áberandi stöðum
Kyn og völd nefnist viðamikið rannsóknar-
verkefni sem framkvæmt var á Norðurlöndunum.
Niðurstöður þess gefa til kynna að konum hafi
fjölgað mjög í stjórnmálum á undanförnum
fimmtán árum. Kvennabaráttan er sögð ráða
úrslitum um það. Kyn og völd er fyrsta verkefnið
þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi
í norrænum ríkjum og sjálfstjórnarsvæðum eru
kortlagðar og bornar saman. Norræna kvenna-
og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um
framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu
ráðherranefndarinnar.
Ef miðað er við að kynjajafnvægi sé náð með
40-60% þátttöku hvors kyns má segja að það
hafi tekist á þjóðþingum Finnlands, Íslands
og Svíþjóðar. Í Danmörku og í Noregi er hlutur
kvenna tæplega 40%.
Fjöldi þingkvenna hefur aukist frá miðjum 10.
áratug síðustu aldar í öllum ríkjunum nema Noregi
en þar er fjöldi þeirra svipaður og áður.
Í Danmörku hefur hlutur kvenna aukist hægt, í
Finnlandi og Svíþjóð nokkuð hraðar. Á Íslandi tók
hann greinilegan kipp úr 25 í 43 af hundraði.
Vígi karla
Í atvinnulífi hefur ekki orðið vart við sams konar
breytingar og í stjórnmálunum. Fræðimennirnir
báru saman valdakerfi í fyrirtækjum sem skráð eru
í kauphöll og ríkisfyrirtækjum og komust að því að
atvinnulífið er enn sem fyrr vígi karla með örfáum
undantekningum. Hlutur kvenna í stjórnum
einkafyrirtækja á Norðurlöndunum er á bilinu 7-
36%. Kynjajafnvægi er meira hjá ríkisfyrirtækjum
þar sem þau lúta yfirleitt ákvæðum jafnréttislaga
um jafnan hlut kynjanna.
Noregur sker sig greinilega úr en þar hafa
verið settir kynjakvótar á stjórnir fyrirtækja sem
skráð eru í kauphöllinni. Kvótarnir fela í sér að í
stjórnum fyrirtækja eiga að vera að minnsta kosti
40% konur og karlar. Fjöldi kvenna í stjórnum allra
fyrirtækja í kauphöllinni í Ósló (bæði norskra og
erlendra fyrirtækja) hefur því aukist að meðaltali úr
9% árið 2004 í 26% á árinu 2009. Í Svíþjóð hefur
konum fjölgað úr 4% um síðustu aldamót í 19%.
Fjölgunina í Svíþjóð má skýra með umræðu sem
leiddi til þess að kauphöllin setti reglur sem kveða
á um jöfn hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Í
hinum löndunum hafa slíkar breytingar ekki verið
gerðar.
Þó eru næstum eingöngu karlar í stjórnum
einkafyrirtækja, jafnvel í þeim löndum þar sem
hlutur kvenna hefur almennt aukist. Háttsettar
konur er einkum að finna í fjármála- og
fyrirtækjaþjónustu og í heilbrigðisþjónustu.
Í sænskum fyrirtækjum sem skráð eru í
kauphöllinni er hlutur kvenna meiri í stjórnum
fyrirtækja með hátt gildi verðbréfa en minni hjá
fyrirtækjum þar sem gildi verðbréfa er lægra. a
Unnið úr frétt á vef Jafnréttisstofu.
M
yn
d
Ó
lö
f J
ón
a
G
uð
m
un
ds
dó
tti
r m
yn
dl
ist
am
að
ur
.
4-5 Norræntmerkisar.indd 2 6/1/10 2:31:15 PM