19. júní


19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 37
Ertu sammála því að rétt sé að setja upp kynjakvóta? Já, ég er sammála því. Ég var það ekki lengi framan af en eftir því sem ég eldist og sé meira hugnast mér kynjakvótar betur. Sem dæmi var verið að kjósa vígða þjóna á kirkjuþing Þjóðkirkjunnar í maí, en það er svona ákvarðana- og framkvæmdarvald kirkjunnar. Það voru ekki færri konur sem gáfu kost á sér en karlar en það voru valdir 9 karlprestar og 3 kvenprestar. Þá var mín ekki sátt. Ég myndi t.d. styðja kynjakvóta á kirkjuþingi. Ég vil að það séu jafn margar konur og karlar sem tilheyra yfirstjórn kirkjunnar sem ég þjóna. Hvernig hefur konum gengið að feta sig í því fagfélagi sem þú ert í? Það hafa tvær konur orðið formenn Prestafélags Íslands, önnur þeirra var kjörin á síðustu prestastefnu. Það er auðvitað jákvætt. Núna eru þrjár konur í aðalstjórn og tveir karlar sem er óvenjulegt. Þannig að það hafa orðið jákvæðar breytingar þar á síðustu tíu árum. Hver var fyrsta konan í þínu embætti og hvernær hóf hún störf? Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var fyrsta konan til að gegna prestsembætti á Íslandi en hún var þó ekki fyrsta konan sem las guðfræði og lauk prófi. Hún var vígð árið 1974 og hóf þá störf á Vestfjörðum og það var stórkostlegt skref innan íslensku Þjóðkirkjunnar. Auður Eir hefur rutt brautina fyrir okkur hinar og oft þurft að heyja mikla baráttu enda fordómarnir magnaðir í upphafinu. Þar að auki hefur sr. Auður verið á undan sinni samtíð í því að þora að fara nýjar leiðir t.d. í helgihaldinu eins og hægt er að upplifa og taka þátt í innan Kvennakirkjunnar. Ég ber mikla virðingu fyrir henni, hún er mikil baráttukona sem hefur kennt okkur þjónum kirkjunnar ótal margt. 37 32-41 Eg er kona5styrk.indd 7 6/1/10 2:13:31 PM

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.