19. júní


19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 31
31 Stórhuga kona Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir var verkakona af lífi og sál og stórhuga baráttukona. Hún setti svip á þjóðmálaumræðuna á sínum tíma og vakti mikla athygli á kvennafrídeginum 1975 þar sem hún flutti kröftuga ræðu. Hún varð einskonar samnefnari tug þúsunda kvenna sem vildu berjast fyrir jafnrétti og réttlæti. Aðalheiður sat á Alþingi fyrir Borgaraflokkinn á árunum 1987-1991 en hún lést í apríl árið 1994. „Hvernig get ég lýst tilfinningum mínum á því augnabliki sem ég kom upp á pallinn og þúsundir andlita störðu á mig með eftirvæntingu? Það er kannski háfleygt að segja að ég hafi fundið andblæ frelsis og réttlætis strjúkast við andlitið á mér. En þannig fannst mér það vera. Líkt og ég heyrði í svip tvær ljóðlínur eftir Jóhannes úr Kötlum, að vísu ortar um karla: … þá koma þeir úr öllum áttum með óskir þær, sem flugu hæst … Seinna var sagt í blöðum að ég hefði lyft kvennadeginum. Það er ekki satt. Kvennafjöldinn lyfti mér. Það var eins og ég rynni saman við þessar tuttugu og fimm þúsund konur á torginu, við yrðum allar systur, með eina sál. Mér var innanbrjósts eins og ég hefði fjöreggið okkar í höndunum og ég tók á öllu sem ég átti til. Mér fannst ég tala röddu allra kvenna á Íslandi, röddu sem hafði verið kæfð í ellefu hundruð ár.“ Úr bókinni Lífssaga baráttukonu, saga Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, sem Inga Huld Hákonardóttir skráði. .a Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Systur með eina sál 29-31 AhrifinGuðrunAðalh.indd 5 6/1/10 2:11:54 PM

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.